Ólympíuleikar Einar Már Jónsson skrifar 16. apríl 2008 06:00 Ólympíuleikarnir hófust í París mánudaginn 7. apríl, vasklega var keppt og mörg met voru sett. Þótt keppnisgreinarnar væru að vísu ekki þær sömu og verða í Peking í sumar þegar leikunum verður þar haldið áfram, er hætt við að sá árangur sem náðist í París muni skyggja nokkuð á það sem fara mun fram í höfuðstað Miðríkisins, hvað sem það verður. Það er erfitt að vega og dæma öll þau frækilegu afrek sem unnin voru þennan dag og raða þeim niður enda virðist engin metaskrá hafa verið birt, a.m.k. ekki enn sem komið er. Þó er óhætt að fullyrða að gullverðlaun í hindrunarhlaupi fékk það fíleflda lið sem bar Ólympíukyndilinn tuttugu og átta km fram og aftur gegnum París. Hlaupið hófst við Eiffel-turninn, þar sem einhverjir gárungar höfðu sett upp stóran borða með merki Ólympíuleikanna, hringunum fimm, umbreyttum í handjárn, og lagði fyrsti hlauparinn af stað kl. hálf eitt, að hátíðaræðunni lokinni. Hann var kominn heila sex metra, þegar formaður „græningja" í borgarstjórn Parísar reyndi að hrifsa kyndilinn úr höndum hans. En hann sleppti ekki takinu, og fimm menn drógu græningjann burt. Korteri síðar, við Tokyo-höll, geystist fram kona ein, varaformaður „græningja" í héraðsstjórn Parísarhéraðsins, og réðst á kyndilinn með slökkvitæki að vopni. Hún einnig var dregin burtu, en kyndilberinn sá þann kost vænstan að leita skjóls í strætisvagni sem til þess var ætlaður. Hálftíma síðar sté hlauparinn út úr vagninum, en varð að hörfa þangað aftur, þegar lögreglumenn handsömuðu fimmtuga konu sem virtist til alls vís, hrintu henni og drógu hana á braut. Haldið var upp á Stjörnurtorg og þaðan hljóp kyndilberinn hetjulega niður Ódáinsvelli, en á leiðinni var margsinnis reynt að slökkva á kyndlinum með því að sprauta vatni og alls kyns vökvum öðrum. Utan í einu íbúðarhúsinu var aftur breiddur borði með Ólympíumerkinu umbreyttu. Við Tuileries-garðinn, í grennd við Louvre, var í annað sinn reynt að ráðast á kyndilinn með slökkvitæki, og þá leitaði kyndilberinn skjóls í strætisvagni. Þegar komið var að ráðhúsi Parísar opnaðist gluggi á annarri hæð, og þar birtust tvær hendur sem veifuðu fána Tíbets. Þá töldu menn að komið væri fullnóg af hindrunum, einhverri athöfn við ráðhúsið var aflýst í skyndi, og kínverski sendiherrann sem var eins konar siðameistari í prósessíunni ákvað að nú skyldi haldið beint til áfangastaðar, á íþróttavellinum í Charlety, án þess að frekar yrði stoppað. Þangað kom kyndillinn klukkutíma á eftir áætlun og var þá í strætisvagni eins og oftlega á leiðinni; sögðu sumir að á honum hefði slokknað fimm sinnum. Í lokin var loginn geymdur undir gleri eins og í námumannalampa. Kínverski sendiherrann hélt ræðu yfir hausamótunum á tvö hundruð sálum í Charlety og talaði um Coubertin, bræðralag og kyndilinn sem brann. Haglél tók að lemja Parísarborg. Gullverðlaun í klifri fékk tvímælalaust sá fullhugi sem las sig upp framhliðina á Vorrar Frúar kirkju að utan í skjóli nætur og hafði ekki annan búnað en svefnpoka. Þegar komið var upp í annan turninn, lagðist hann fyrir í svefnpokanum og sofnaði þar svefni hinna réttlátu. En hann vaknaði reiðubúinn til dáða þegar prósessían með kyndilinn kom að kirkjunni og breiddi þá út heljarstóran borða sem hékk niður meðfram framhliðinni. Á honum gat að líta sömu útgáfu af Ólympíumerkinu og menn höfðu þá þegar séð á Eiffel-turninum og á Ódáinsvöllum. Gullverðlaun í óvæntri mótmælaaðgerð fengu fjörutíu þingmenn, bæði hægri og vinstri, sem stilltu sér upp á í röð veggnum umhverfis þinghúsið, hver og einn með breiðan borða í frönsku fánalitunum yfir vinstri öxl og hægri mjöðm, en það er merki kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Sagt er að einhver þeirra hafi haft á orði að þeir skyldu loka Boulevard Saint-Germain sem var leið prósessíunnar, kannske með götuvígi, en þeir hafi ekki treyst sér í lögguna. „Hvað yrði nú úr okkur ef kínverski herinn kæmi?" á þá annar þeirra að hafa sagt. Þeir létu sér því nægja að bera risastóran borða með áletruninni „virða ber mannréttindi í Kína". Um leið og kyndillinn kom að þinghúsinu, hófu þingmennirnir upp sína raust allir sem einn og fóru að syngja franska þjóðsönginn, sem er, eins og menn vita, baráttusöngur gegn harðstjórum. Bronsverðlaun fyrir barsmíðar fékk lögreglan í París. Þrjú þúsund lögreglumenn voru kallaðir út, gangandi, ríðandi, á vélhjólum og í þyrlum, og gengu þeir vel fram í að hrinda konum, draga þær eftir götunni og berja menn blóðuga, einnig lúbörðu þeir sjónvarpsmann við myndatöku. En einhvern veginn fannst manni lögreglan ekki vera í fullri þjálfun og víst er að henni hefur farið aftur síðan í maí og júní '68. Því á hún ekki skilið meira en brons. Þetta er vafalaust huggun fyrir Kínverja. Í þessari grein geta þeir heldur en ekki bætt um betur; lögreglan og herinn eru þegar byrjuð að sópa að sér gullinu í Tíbet, og ekki sér fyrir endann á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Ólympíuleikarnir hófust í París mánudaginn 7. apríl, vasklega var keppt og mörg met voru sett. Þótt keppnisgreinarnar væru að vísu ekki þær sömu og verða í Peking í sumar þegar leikunum verður þar haldið áfram, er hætt við að sá árangur sem náðist í París muni skyggja nokkuð á það sem fara mun fram í höfuðstað Miðríkisins, hvað sem það verður. Það er erfitt að vega og dæma öll þau frækilegu afrek sem unnin voru þennan dag og raða þeim niður enda virðist engin metaskrá hafa verið birt, a.m.k. ekki enn sem komið er. Þó er óhætt að fullyrða að gullverðlaun í hindrunarhlaupi fékk það fíleflda lið sem bar Ólympíukyndilinn tuttugu og átta km fram og aftur gegnum París. Hlaupið hófst við Eiffel-turninn, þar sem einhverjir gárungar höfðu sett upp stóran borða með merki Ólympíuleikanna, hringunum fimm, umbreyttum í handjárn, og lagði fyrsti hlauparinn af stað kl. hálf eitt, að hátíðaræðunni lokinni. Hann var kominn heila sex metra, þegar formaður „græningja" í borgarstjórn Parísar reyndi að hrifsa kyndilinn úr höndum hans. En hann sleppti ekki takinu, og fimm menn drógu græningjann burt. Korteri síðar, við Tokyo-höll, geystist fram kona ein, varaformaður „græningja" í héraðsstjórn Parísarhéraðsins, og réðst á kyndilinn með slökkvitæki að vopni. Hún einnig var dregin burtu, en kyndilberinn sá þann kost vænstan að leita skjóls í strætisvagni sem til þess var ætlaður. Hálftíma síðar sté hlauparinn út úr vagninum, en varð að hörfa þangað aftur, þegar lögreglumenn handsömuðu fimmtuga konu sem virtist til alls vís, hrintu henni og drógu hana á braut. Haldið var upp á Stjörnurtorg og þaðan hljóp kyndilberinn hetjulega niður Ódáinsvelli, en á leiðinni var margsinnis reynt að slökkva á kyndlinum með því að sprauta vatni og alls kyns vökvum öðrum. Utan í einu íbúðarhúsinu var aftur breiddur borði með Ólympíumerkinu umbreyttu. Við Tuileries-garðinn, í grennd við Louvre, var í annað sinn reynt að ráðast á kyndilinn með slökkvitæki, og þá leitaði kyndilberinn skjóls í strætisvagni. Þegar komið var að ráðhúsi Parísar opnaðist gluggi á annarri hæð, og þar birtust tvær hendur sem veifuðu fána Tíbets. Þá töldu menn að komið væri fullnóg af hindrunum, einhverri athöfn við ráðhúsið var aflýst í skyndi, og kínverski sendiherrann sem var eins konar siðameistari í prósessíunni ákvað að nú skyldi haldið beint til áfangastaðar, á íþróttavellinum í Charlety, án þess að frekar yrði stoppað. Þangað kom kyndillinn klukkutíma á eftir áætlun og var þá í strætisvagni eins og oftlega á leiðinni; sögðu sumir að á honum hefði slokknað fimm sinnum. Í lokin var loginn geymdur undir gleri eins og í námumannalampa. Kínverski sendiherrann hélt ræðu yfir hausamótunum á tvö hundruð sálum í Charlety og talaði um Coubertin, bræðralag og kyndilinn sem brann. Haglél tók að lemja Parísarborg. Gullverðlaun í klifri fékk tvímælalaust sá fullhugi sem las sig upp framhliðina á Vorrar Frúar kirkju að utan í skjóli nætur og hafði ekki annan búnað en svefnpoka. Þegar komið var upp í annan turninn, lagðist hann fyrir í svefnpokanum og sofnaði þar svefni hinna réttlátu. En hann vaknaði reiðubúinn til dáða þegar prósessían með kyndilinn kom að kirkjunni og breiddi þá út heljarstóran borða sem hékk niður meðfram framhliðinni. Á honum gat að líta sömu útgáfu af Ólympíumerkinu og menn höfðu þá þegar séð á Eiffel-turninum og á Ódáinsvöllum. Gullverðlaun í óvæntri mótmælaaðgerð fengu fjörutíu þingmenn, bæði hægri og vinstri, sem stilltu sér upp á í röð veggnum umhverfis þinghúsið, hver og einn með breiðan borða í frönsku fánalitunum yfir vinstri öxl og hægri mjöðm, en það er merki kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Sagt er að einhver þeirra hafi haft á orði að þeir skyldu loka Boulevard Saint-Germain sem var leið prósessíunnar, kannske með götuvígi, en þeir hafi ekki treyst sér í lögguna. „Hvað yrði nú úr okkur ef kínverski herinn kæmi?" á þá annar þeirra að hafa sagt. Þeir létu sér því nægja að bera risastóran borða með áletruninni „virða ber mannréttindi í Kína". Um leið og kyndillinn kom að þinghúsinu, hófu þingmennirnir upp sína raust allir sem einn og fóru að syngja franska þjóðsönginn, sem er, eins og menn vita, baráttusöngur gegn harðstjórum. Bronsverðlaun fyrir barsmíðar fékk lögreglan í París. Þrjú þúsund lögreglumenn voru kallaðir út, gangandi, ríðandi, á vélhjólum og í þyrlum, og gengu þeir vel fram í að hrinda konum, draga þær eftir götunni og berja menn blóðuga, einnig lúbörðu þeir sjónvarpsmann við myndatöku. En einhvern veginn fannst manni lögreglan ekki vera í fullri þjálfun og víst er að henni hefur farið aftur síðan í maí og júní '68. Því á hún ekki skilið meira en brons. Þetta er vafalaust huggun fyrir Kínverja. Í þessari grein geta þeir heldur en ekki bætt um betur; lögreglan og herinn eru þegar byrjuð að sópa að sér gullinu í Tíbet, og ekki sér fyrir endann á því.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun