Stór stund Senna á Spáni 18. nóvember 2008 07:21 Bruno Senna gerir sig kláran fyrir aksturinn og systir hans Bianca Senna bíður eftir frumsporum hans í Formúlu 1 með Honda. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Bruno Senna ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í gær. Fjölmiðlamenn biðu þess með eftirvæntingu, þar sem Bruno er frændi Ayrtons heitins Senna, sem var goðsögn í Formúlu 1. Ayrton lést í slysi 1994 og um leið bannaði móðir Bruno honum að keppa í kappakstri. Hann þurfti því að bíða þess að ná lögaldri, en Bruono þótti mikið efni á yngri árum. "Ég áttaði mig á mikilvægi þessarar stundar þegar ég ók út úr skúrnum í fyrsta skipti. Það hefur verið draumur minn að keyra Formúlu 1 bíl frá unga aldri", sagði Senna, en ljósmyndarar kaffærðu nánast starfsmenn Honda á staðnum. "Ég var farinn á ná tökum á bílnum eftir tvær umferðir og nokkra hringi á bílnum. Það er margt sem þarf að læra í svona græju. Bíllinn er ólíkur GP 2 bílnum sem ég keppti á. Ég kem til með að auka hraðann á miðvikudaginn þegar ég ek bílnum á ný", sagði Senna sem náði fimmtánda besta tíma. Senna er að keppa um sæti hjá Honda liðinu á næsta ári, en Honda er að prófa ungliða til að fylla skarð Rubens Barrichello við hlið Jenson Button. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Bruno Senna ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í gær. Fjölmiðlamenn biðu þess með eftirvæntingu, þar sem Bruno er frændi Ayrtons heitins Senna, sem var goðsögn í Formúlu 1. Ayrton lést í slysi 1994 og um leið bannaði móðir Bruno honum að keppa í kappakstri. Hann þurfti því að bíða þess að ná lögaldri, en Bruono þótti mikið efni á yngri árum. "Ég áttaði mig á mikilvægi þessarar stundar þegar ég ók út úr skúrnum í fyrsta skipti. Það hefur verið draumur minn að keyra Formúlu 1 bíl frá unga aldri", sagði Senna, en ljósmyndarar kaffærðu nánast starfsmenn Honda á staðnum. "Ég var farinn á ná tökum á bílnum eftir tvær umferðir og nokkra hringi á bílnum. Það er margt sem þarf að læra í svona græju. Bíllinn er ólíkur GP 2 bílnum sem ég keppti á. Ég kem til með að auka hraðann á miðvikudaginn þegar ég ek bílnum á ný", sagði Senna sem náði fimmtánda besta tíma. Senna er að keppa um sæti hjá Honda liðinu á næsta ári, en Honda er að prófa ungliða til að fylla skarð Rubens Barrichello við hlið Jenson Button.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira