Kýrin Apple virðist ekki alveg klár á niðurröðuninni í dýraríkinu. Það er viðtekinn sannleikur að búfénaður óttast rándýr.
Ekki síst stór og sterk rándýr eins og birni. Þetta vissi Apple ekki. Þegar því bjarndýr kom inn í girðinguna hennar til þess að nærast á eplatré sem þar er, rann henni í skap.
Apple sem býr í smábænum Hygiene í Colorado elskar nefnilega sjálf epli. Hún byrjaði á því að gefa birninum illt auga.
Þegar það dugði ekki réðst hún á hann. Bangsi klifraði í ofboði yfir girðinguna aftur og forðaði sér. Apple hristi hausinn yfir þessu. Og fékk sér svo epli af trénu sínu.