Sænskir fjölmiðlar segja að Svíar hyggist kæra úrslitin í leik Svía og Íslendinga í dag. Svíarnir vilja að leikurinn verði leikinn að nýju.
Svíar segja að í stöðunni 13-11 hafi þeir skorað mark sem gleymdist að færa til bókar.
Líklegt er talið að Ingemar Linnéll verði rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Svíþjóðar eftir tapið í dag.