Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 23. nóvember 2008 12:26 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs. Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri. Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur um margra mánaða skeið rýnt í leynifélagið Stím og reynt að leita svara við því hver stendur á bak við þetta huldufélag. Sá sem er skráður eigandi félagsins er Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík og er hann jafnframt eini stjórnarmaður félagsins. Hann hefur aldrei viljað tjá sig um málefni Stíms. Þá hefur Þorleifur Stefán Björnsson, seem var meðstjórnandi og prókúruhafi Stíms um tíma, ekki viljað gefa upp hver á Stím og ber fyrir sig bankaleynd. Þorsteinn M. Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi stjórnarformenn Glitnis hafa heldur ekki viljað veita upplýsingar um hver stendur á bak við félagið. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir sem standa á bak við félagið séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði. Var þetta gert til að halda uppi gengi bréfa félagsins sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Úr varð félagið FS37 ehf sem síðar varð Stím og er Jakob Valgeir einn skráður eigandi. Glitnir lánaði svo félaginu tæpa 20 milljarða til að kaupa bréf í FL og Glitni sjálfum. Engar ábyrgðir voru lagðar fram, ekkert áhættumat og í lánabókum bankans kemur ekki fram hver er ábyrgur fyrir lánveitingunni. Jón Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við fréttaflutning Agnesar. Hvorki hann né FL group hafi komið nálægt félaginu Stím. Það sé tóm þvæla og ekki standi steinn yfir steini í svikabrigslum Agnesar. Líklegt sé að hún hafi ákveðið fyrirfram, líkt og hirðin sem hún tilheyrir, að allt sem tengist honum sjálfum og hans félögum sé tóm spilling og svikamylla. Jón Ásgeir segist skilja reiði fólks og að það leiti jafnvel sökudólga. Hann muni standa skil á því sem að honum snúi og muni ekki víkja sér undan ábyrgð. Hinsvegar neiti hann að sitja undir ítrekuðum ásökunum á borð við þær sem Agnes ber á borð. Að lokum segir Jón Ásgeir að það sé sjálfsagt að fjallað sé með gagnrýnum hætti um viðskiptalífið en sú gagnrýni verði að vera byggð á staðreyndum og rökum en ekki síendurteknum ósannindum, dylgjum og slúðri.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52
Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 22. nóvember 2008 19:50