Honda vill Nick Heidfeld ef Alonso bregst 3. október 2008 00:37 Nick Heidfeld er ekki efstur á óskalista BMW fyrir 2009, en Honda hefur áhuga á honum. mynd: Getty Images Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009
Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira