Skyggnst í sjúkan hug Fritzl Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. apríl 2008 21:40 Fritzl við fangaklefa sinn. MYND/AP Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira