Úrslitaeinvígið í NBA hefst í nótt 5. júní 2008 00:01 Kevin Garnett og Kobe Bryant mætast í úrslitaeinvígi NBA sem hefst í nótt NordcPhotos/GettyImages Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Boston var án nokkurs vafa lið deildarkeppninnar í NBA. Liðið hafnaði í neðsta sæti Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð, en átti mesta viðsnúning í sögu deildarinnar í vetur þegar það vann 66 leiki og náði bestum árangri allra liða. Mestu munaði þar um liðsstyrkinn sem liðið fékk síðasta sumar þegar það landaði framherjanum Kevin Garnett frá Minnesota Timberwolves og skotbakverðinum Ray Allen frá Seattle Supersonics. Þessir tveir leikmenn, ásamt Paul Pierce sem fyrir var hjá liðnu, hafa myndað sterkt þríeyki sem á stærstan þátt í velgengninni í vetur. Þá er þó ekki allt upp talið, því varnarleikur Boston í vetur var frábær og það er ekki síst fyrir hann sem liðið vann eins marga leiki og raun bar vitni. Þá hafa leikmenn eins og Rajon Rondo, Kendrick Perkins, James Posey og fleiri átt stóran þátt í viðsnúningi Boston. Leikmenn Boston voru fljótir að koma niður á jörðina þegar úrslitakeppnin hófst og lentu raunar í mesta basli í tveimur fyrstu umferðunum. Boston mætti Atlanta Hawks í fyrstu umferð og vann auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli, en gat ekki með nokkru móti unnið á útivelli og þurfti því sjö leiki til að klára Atlanta-liðið. Þá fóru að heyrast efasemdarraddir um möguleika Boston í úrslitakeppninni, enda var Atlanta liðið aðeins með 45% vinningshlufall í deildarkeppninni. Það sama var uppi á teningnum í annari umferðinni þar sem Boston gekk vel á heimavelli en enn þurfti liðið sjö leiki til að slá LeBron James og félaga út úr keppninni. Margir höfðu því áhyggjur fyrir hönd Boston þegar ljóst varð að mótherjinn yrði Detroit Pistons í úrslitum Austurdeildarinnar. Þessar áhyggjur minnkuðu ekki þegar Detroit varð fyrsta liðið í úrlslitakeppninni til að leggja Boston að velli í Boston og jafnaði stöðuna í 1-1 í einvíginu. Boston menn þjöppuðu sér hinsvegar saman og unnu einvígið að lokum 4-2. Liðið vann tvo útileiki í Detroit og er því vel að því komið að mæta gömlu erkifjendunum frá Los Angeles í úrslitum.Gasol gerði gæfumuninnPau GasolSegja má að leiktíðin hjá LA Lakers hafi verið ein rússíbanareið. Útlitið var ekki gott hjá stuðningsmönnum liðsins í fyrrasumar þegar Kobe Bryant gaf það út í viðtali að hann vildi fara frá liðinu.Bryant þótti forráðamenn félagsins ekki mæta metnaði sínum og vildi reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Því var slegið föstu að skorarinn mikli færi frá Lakers, en svo fór að lokum að mönnum tókst að róa kappann niður og sannfæra hann um að fara hvergi.Hafi Bryant verið alvara með að fara frá Lakers, þarf hann sannarlega ekki að sjá eftir því í dag, því líklega á ekkert lið í NBA sér eins bjarta framtíð næstu fimm árin og Lakers.Það var hávaxinn Spánverji að nafni Pau Gasol sem breytti landslaginu svona rækilega, en hann var fenginn til Lakers í eftirtektarverðum leikmannaskiptum í febrúar.Gárungarnir hafa kallað skiptin "Stóra Gasol ránið" enda eru flestir á því að Memphis hafi bókstaflega "gefið" Lakers-liðinu spænska landsliðsmanninn.Hvað sem því líður, small Gasol ótrúlega fljótt inn í sóknarleik Lakers og síðan hefur liðið verið á ótrúlegri siglingu. Skömmu áður en Gasol kom til liðsins varð það fyrir því óláni að missa miðherjann unga Andrew Bynum í meiðsli og hefur hann ekki komið við sögu hjá liðinu síðan. Það hefur þó í raun ekki komið að sök, því liðið hefur verið óstöðvandi síðan í febrúar.Þá má auðvitað ekki gleyma þætti Kobe Bryant, sem var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur eftir frábært ár. Bryant er almennt álitinn besti leikmaður deildarinnar og gæti átt eftir að gera gæfumuninn í úrslitaeinvíginu.Lakers mætti Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og vann fádæma öruggan 4-0 sigur í einvíginu. Næst á dagskrá var lið Utah, en þó þar hafi mótspyrnan verið öllu meiri, var sigur þeirra gulklæddu aldrei í hættu í einvíginu.Lakers mætti svo sjálfum meisturunum í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar og vann þar frækinn 4-1 sigur.Það er því ekki hægt að segja annað en að Lakers liðið sé mjög vel að því komið að komast í úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2004.Björguðu NBA deildinniNordicPhotos/GettyImagesBoston og Lakers hafa sem fyrr segir ekki mæst í úrslitum NBA síðan árið 1987. Liðin hafa 10 sinnum mæst í úrslitunum í sögunni og hafði Boston betur í fyrstu átta skiptin.Þau mættust þrisvar í úrslitum á níunda áratugnum. Boston vann árið 1984, en Lakers árin 1985 og 1987.Á þessum árum voru það þeir Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lakers sem fóru fyrir liðunum. Báðir eru í heiðurshöll körfuboltans og almennt álitnir tveir bestu körfuboltamenn allra tíma.NBA deildin var í mikilli lægð þegar þeir Bird og Johnson komu inn í hana undir lok áttunda áratugarins. Einvígi þeirra tveggja, sem var hófst þegar þeir léku með skólaliðum sínum, varð til þess að rífa deildina á mun hærra plan og leggja grunninn að því sem hún er í dag. Það er því oft talað um að þeir Bird og Johnson hafi "bjargað NBA deildinni"Þessi tvö sigursælustu lið í sögu NBA deildarinnar eiga sér því magnaða sögu og þeir sem fylgst hafa með NBA boltanum síðan hann fór að sjást á skjánum hér á fróni eru margir hverjir fylgismenn þessara tveggja liða.Margir stilla úrslitaeinvíginu upp sem rimmu bestu sóknar deildarinnar (Lakers) gegn bestu vörn deildarinnar (Boston), en ljóst er að bæði lið eru mjög vel skipuð og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðuna.Önnur áhugaverð staðreynd til að hleypa lífi í einvígið er sú að Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur með því að hafa betur í úrslitaeinvíginu orðið sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA.Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari, sex með Chicago Bulls og þrjá með Lakers - og getur komist fram úr Boston-goðsögninni Red Auerbach með tíunda titlinum sínum. Fyrstu tveir leikirnir í einvíginu fara fram í Boston, næstu þrír í Los Angeles og síðustu tveir svo í Boston ef með þarf.Allir leikirnir í lokaúrslitunum í NBA verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er sá fyrsti í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í lokaúrslitunum.fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 og eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Boston var án nokkurs vafa lið deildarkeppninnar í NBA. Liðið hafnaði í neðsta sæti Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð, en átti mesta viðsnúning í sögu deildarinnar í vetur þegar það vann 66 leiki og náði bestum árangri allra liða. Mestu munaði þar um liðsstyrkinn sem liðið fékk síðasta sumar þegar það landaði framherjanum Kevin Garnett frá Minnesota Timberwolves og skotbakverðinum Ray Allen frá Seattle Supersonics. Þessir tveir leikmenn, ásamt Paul Pierce sem fyrir var hjá liðnu, hafa myndað sterkt þríeyki sem á stærstan þátt í velgengninni í vetur. Þá er þó ekki allt upp talið, því varnarleikur Boston í vetur var frábær og það er ekki síst fyrir hann sem liðið vann eins marga leiki og raun bar vitni. Þá hafa leikmenn eins og Rajon Rondo, Kendrick Perkins, James Posey og fleiri átt stóran þátt í viðsnúningi Boston. Leikmenn Boston voru fljótir að koma niður á jörðina þegar úrslitakeppnin hófst og lentu raunar í mesta basli í tveimur fyrstu umferðunum. Boston mætti Atlanta Hawks í fyrstu umferð og vann auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli, en gat ekki með nokkru móti unnið á útivelli og þurfti því sjö leiki til að klára Atlanta-liðið. Þá fóru að heyrast efasemdarraddir um möguleika Boston í úrslitakeppninni, enda var Atlanta liðið aðeins með 45% vinningshlufall í deildarkeppninni. Það sama var uppi á teningnum í annari umferðinni þar sem Boston gekk vel á heimavelli en enn þurfti liðið sjö leiki til að slá LeBron James og félaga út úr keppninni. Margir höfðu því áhyggjur fyrir hönd Boston þegar ljóst varð að mótherjinn yrði Detroit Pistons í úrslitum Austurdeildarinnar. Þessar áhyggjur minnkuðu ekki þegar Detroit varð fyrsta liðið í úrlslitakeppninni til að leggja Boston að velli í Boston og jafnaði stöðuna í 1-1 í einvíginu. Boston menn þjöppuðu sér hinsvegar saman og unnu einvígið að lokum 4-2. Liðið vann tvo útileiki í Detroit og er því vel að því komið að mæta gömlu erkifjendunum frá Los Angeles í úrslitum.Gasol gerði gæfumuninnPau GasolSegja má að leiktíðin hjá LA Lakers hafi verið ein rússíbanareið. Útlitið var ekki gott hjá stuðningsmönnum liðsins í fyrrasumar þegar Kobe Bryant gaf það út í viðtali að hann vildi fara frá liðinu.Bryant þótti forráðamenn félagsins ekki mæta metnaði sínum og vildi reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Því var slegið föstu að skorarinn mikli færi frá Lakers, en svo fór að lokum að mönnum tókst að róa kappann niður og sannfæra hann um að fara hvergi.Hafi Bryant verið alvara með að fara frá Lakers, þarf hann sannarlega ekki að sjá eftir því í dag, því líklega á ekkert lið í NBA sér eins bjarta framtíð næstu fimm árin og Lakers.Það var hávaxinn Spánverji að nafni Pau Gasol sem breytti landslaginu svona rækilega, en hann var fenginn til Lakers í eftirtektarverðum leikmannaskiptum í febrúar.Gárungarnir hafa kallað skiptin "Stóra Gasol ránið" enda eru flestir á því að Memphis hafi bókstaflega "gefið" Lakers-liðinu spænska landsliðsmanninn.Hvað sem því líður, small Gasol ótrúlega fljótt inn í sóknarleik Lakers og síðan hefur liðið verið á ótrúlegri siglingu. Skömmu áður en Gasol kom til liðsins varð það fyrir því óláni að missa miðherjann unga Andrew Bynum í meiðsli og hefur hann ekki komið við sögu hjá liðinu síðan. Það hefur þó í raun ekki komið að sök, því liðið hefur verið óstöðvandi síðan í febrúar.Þá má auðvitað ekki gleyma þætti Kobe Bryant, sem var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur eftir frábært ár. Bryant er almennt álitinn besti leikmaður deildarinnar og gæti átt eftir að gera gæfumuninn í úrslitaeinvíginu.Lakers mætti Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og vann fádæma öruggan 4-0 sigur í einvíginu. Næst á dagskrá var lið Utah, en þó þar hafi mótspyrnan verið öllu meiri, var sigur þeirra gulklæddu aldrei í hættu í einvíginu.Lakers mætti svo sjálfum meisturunum í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar og vann þar frækinn 4-1 sigur.Það er því ekki hægt að segja annað en að Lakers liðið sé mjög vel að því komið að komast í úrslitin í fyrsta skipti síðan árið 2004.Björguðu NBA deildinniNordicPhotos/GettyImagesBoston og Lakers hafa sem fyrr segir ekki mæst í úrslitum NBA síðan árið 1987. Liðin hafa 10 sinnum mæst í úrslitunum í sögunni og hafði Boston betur í fyrstu átta skiptin.Þau mættust þrisvar í úrslitum á níunda áratugnum. Boston vann árið 1984, en Lakers árin 1985 og 1987.Á þessum árum voru það þeir Larry Bird hjá Boston og Magic Johnson hjá Lakers sem fóru fyrir liðunum. Báðir eru í heiðurshöll körfuboltans og almennt álitnir tveir bestu körfuboltamenn allra tíma.NBA deildin var í mikilli lægð þegar þeir Bird og Johnson komu inn í hana undir lok áttunda áratugarins. Einvígi þeirra tveggja, sem var hófst þegar þeir léku með skólaliðum sínum, varð til þess að rífa deildina á mun hærra plan og leggja grunninn að því sem hún er í dag. Það er því oft talað um að þeir Bird og Johnson hafi "bjargað NBA deildinni"Þessi tvö sigursælustu lið í sögu NBA deildarinnar eiga sér því magnaða sögu og þeir sem fylgst hafa með NBA boltanum síðan hann fór að sjást á skjánum hér á fróni eru margir hverjir fylgismenn þessara tveggja liða.Margir stilla úrslitaeinvíginu upp sem rimmu bestu sóknar deildarinnar (Lakers) gegn bestu vörn deildarinnar (Boston), en ljóst er að bæði lið eru mjög vel skipuð og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðuna.Önnur áhugaverð staðreynd til að hleypa lífi í einvígið er sú að Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, getur með því að hafa betur í úrslitaeinvíginu orðið sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA.Hann hefur unnið níu meistaratitla sem þjálfari, sex með Chicago Bulls og þrjá með Lakers - og getur komist fram úr Boston-goðsögninni Red Auerbach með tíunda titlinum sínum. Fyrstu tveir leikirnir í einvíginu fara fram í Boston, næstu þrír í Los Angeles og síðustu tveir svo í Boston ef með þarf.Allir leikirnir í lokaúrslitunum í NBA verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er sá fyrsti í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána í lokaúrslitunum.fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 og eru sýndir beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira