Pétur: Ósanngjarnt að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2008 22:12 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarmaður hans. Mynd/E. Stefán Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sagði að sigur Wales hefði verið ósanngjarn. Ísland mætti Wales í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld og beið 1-0 ósigur. Ched Evans skoraði markið í lok fyrri hálfleiks. „Ég er ekki sáttur við að tapa leiknum. Við lögðum upp með að reyna spila boltanum og þora að láta hann ganga inn á miðjuna og þaðan út á kantana. Það gekk ágætlega að mörgu leyti. Við gáfum alls ekki mörg færi á okkur og fengum þrjú mjög góð færi í leiknum. Það var því ekki sanngjarnt að tapa þessum leik." Hann hrósaði miðvallarparinu unga, Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Jónssyni, mikið. „Þetta eru tveir ungir menn sem stóðu sig frábærlega í dag. Þegar Toshack breytti um taktík og bætti við manni á miðjuna flæktist þetta aðeins málin fyrir þá en þeir komust mjög vel frá verkefninu." Pétur sagði einnig að Stefán Þórðarson hafi staðið sig vel í leiknum, sérstaklega í upphafi leiksins. „Frammistaða hans kom okkur ekki á óvart. Við erum búnir að fylgjast með mörgum framerhjum og okkur fannst hann henta vel í þennan leik. Við þurfum að eiga framherja sem þorir að vera með boltann og spila honum út á kantana." Ísland hefur leikið marga æfingaleiki í vetur og Pétur sagði að þessi í kvöld hafi nýst liðinu vel. „Eins og Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) hefur sagt þurfum við að vera með 25-30 leikmenn á okkar snærum sem eru tilbúnir þegar kallið kemur. Það duttu út fjórir varnarmenn fyrir þennan leik og við gátum sett aðra menn beint inn í leikinn og þeir vissu strax hvað þeir áttu að gera." „Þessir æfingaleikir hafa hentað vel upp á það að gera og höfum við getað skoðað marga leikinn. Við munum halda áfram að fylgjast með leikmönnum hér heima fram að næsta leik enda eru margir leikmenn hér á landi sem eiga erindi í landsliðið. Það eru ekki bara atvinnumennirnir sem eiga möguleika á landsliðssæti." Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sagði að sigur Wales hefði verið ósanngjarn. Ísland mætti Wales í æfingaleik á Laugardalsvellinum í kvöld og beið 1-0 ósigur. Ched Evans skoraði markið í lok fyrri hálfleiks. „Ég er ekki sáttur við að tapa leiknum. Við lögðum upp með að reyna spila boltanum og þora að láta hann ganga inn á miðjuna og þaðan út á kantana. Það gekk ágætlega að mörgu leyti. Við gáfum alls ekki mörg færi á okkur og fengum þrjú mjög góð færi í leiknum. Það var því ekki sanngjarnt að tapa þessum leik." Hann hrósaði miðvallarparinu unga, Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Jónssyni, mikið. „Þetta eru tveir ungir menn sem stóðu sig frábærlega í dag. Þegar Toshack breytti um taktík og bætti við manni á miðjuna flæktist þetta aðeins málin fyrir þá en þeir komust mjög vel frá verkefninu." Pétur sagði einnig að Stefán Þórðarson hafi staðið sig vel í leiknum, sérstaklega í upphafi leiksins. „Frammistaða hans kom okkur ekki á óvart. Við erum búnir að fylgjast með mörgum framerhjum og okkur fannst hann henta vel í þennan leik. Við þurfum að eiga framherja sem þorir að vera með boltann og spila honum út á kantana." Ísland hefur leikið marga æfingaleiki í vetur og Pétur sagði að þessi í kvöld hafi nýst liðinu vel. „Eins og Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) hefur sagt þurfum við að vera með 25-30 leikmenn á okkar snærum sem eru tilbúnir þegar kallið kemur. Það duttu út fjórir varnarmenn fyrir þennan leik og við gátum sett aðra menn beint inn í leikinn og þeir vissu strax hvað þeir áttu að gera." „Þessir æfingaleikir hafa hentað vel upp á það að gera og höfum við getað skoðað marga leikinn. Við munum halda áfram að fylgjast með leikmönnum hér heima fram að næsta leik enda eru margir leikmenn hér á landi sem eiga erindi í landsliðið. Það eru ekki bara atvinnumennirnir sem eiga möguleika á landsliðssæti."
Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira