Breskir vörubílstjórar gripu til aðgerða í dag til þess að mótmæla háu eldsneytisverði.
Til viðbótar við hækkanir vegna heimsmarkaðsverðs ætlar ríkisstjórnin að leggja aukaskatt á díseleldsneyti.
Það finnst vörubílstjórum alveg fráleitt og á meðfylgjandi mynd hafa þeir lokað hluta af A40 veginum til þess að leggja áherslu á mótmæli sín.
Bílstjórarnir vilja að Gordon Brown forsætisráðherra lækki skatta á eldsneyti til flutningafyrirtækja.