Virði fólks mælt í bílum 30. apríl 2008 00:01 Bjarni Haukur Þórsson fékk hugmyndina að einleiknum Hvers virði er ég? þegar hann var staddur í veislu með auðmönnum. Þar dregur hann upp skoplega mynd af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar. Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar.
Héðan og þaðan Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira