Rallmeistarinn snöggur í Formúlu 1 18. nóvember 2008 09:22 Sebastian Loeb setur á sig hjálminn á Barcelona brautinni þar sem hann er við æfingar með Formúlu 1 liði Red Bull. Mynd: Getty Images Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira