Sigrar ráða hver vinnur titillinn 2009 26. nóvember 2008 10:51 Á næsta ári mun það ráða úrslitum í meistaramótinu hvaða ökumaður vinnur flest gull. mynd: kappakstur.is Bernie Ecclestone segir að sá sem vinnur flesta sigra 2009 verði heimsmeistari. Breyting á reglum verði gerð á fundi FIA í desember. Ecclestone segir að forráðamenn keppnisliða séu sammála hugmyndum hans hvað þetta varðar og allir séu orðnir leiðir á núverandi fyrirkomulagi þar sem menn aki til að safna stigum. "Ég var orðinn hundleiður á því að fólk var alltaf að tala um að það væri of lítiði um framúrakstur í Formúlu 1. Eftir breytinguna þurfa menn bara að stefna á gull, ekki stig til að safna í sarpinn", sagði Ecclestone. Besta dæmið hvað þetta varðar er lokamótið í Brasilíu þar sem Lewis Hamilton þurfti aðeins fimmta sætið til að leggja Felipe Massa af velli í titilslagnum. Hamilton rétt náði fimmta sætinu og varð meistari þó Massa ynni sex sigraí mótum ársins, en Hamilton fimm. Nýjan reglan mun gjörbreyta viðhorfi ökumanna, sem verða nú að stefna á sigur í einstökum mótum ársins, í stað þess að sætta sig við silfur eða brons. Sá sem vinnur flest gull verður heimsmeistari á næsta ári. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að sá sem vinnur flesta sigra 2009 verði heimsmeistari. Breyting á reglum verði gerð á fundi FIA í desember. Ecclestone segir að forráðamenn keppnisliða séu sammála hugmyndum hans hvað þetta varðar og allir séu orðnir leiðir á núverandi fyrirkomulagi þar sem menn aki til að safna stigum. "Ég var orðinn hundleiður á því að fólk var alltaf að tala um að það væri of lítiði um framúrakstur í Formúlu 1. Eftir breytinguna þurfa menn bara að stefna á gull, ekki stig til að safna í sarpinn", sagði Ecclestone. Besta dæmið hvað þetta varðar er lokamótið í Brasilíu þar sem Lewis Hamilton þurfti aðeins fimmta sætið til að leggja Felipe Massa af velli í titilslagnum. Hamilton rétt náði fimmta sætinu og varð meistari þó Massa ynni sex sigraí mótum ársins, en Hamilton fimm. Nýjan reglan mun gjörbreyta viðhorfi ökumanna, sem verða nú að stefna á sigur í einstökum mótum ársins, í stað þess að sætta sig við silfur eða brons. Sá sem vinnur flest gull verður heimsmeistari á næsta ári.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira