Erfiðleikar og tækifæri Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifar 8. október 2008 18:00 Mikil vonbrigði eru hvernig komið er fyrir bankakerfi þjóðarinnar. Eina vonarglætan er að Kaupþing hafi náð slíkri stærð og stöðugleika í rekstri sínum að hann fái mögulega staðið af sér þrengingarnar. Gríðarlega mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að hann verði ekki einnig þessum þrengingum að bráð. Eftir stórhuga uppvöxt og mikla landvinninga síðustu ára þar sem bankarnir unnu ötullega að því að dreifa landfræðilegri áhættu sinni stóðu íslenskar fjármálastofnanir við upphaf þrenginga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á margan hátt betur en sambærilegir bankar víða um heim. Ekki kannski síst fyrir umræðuvandann sem þeir lentu í árið 2006 sem leiddi til ákveðinna umbóta í rekstri þeirra. Það er verðugt verkefni að meta hvort og þá hvernig stjórnvöld hér brugðust þeirri skyldu sinni að veita fjármálakerfinu nauðsynlegt bakland. Í þeim efnum voru tvær leiðir færar. Önnur var að efla gjaldeyrisvaraforða landsins samhliða vexti fjármálakerfisins. Hin hefði verið að stefna hér að upptöku evru, með öllu sem því hefði fylgt, aðildarviðræðum við Evrópusambandið og aðild að ERM II myntsamstarfinu sem er undanfari evruupptöku. Með því hefði strax verið komið bakland hjá Seðlabanka Evrópu. Bankaviðskipti byggja á trausti og í árferði líku því sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er traustið í besta falli brothætt, en víðast hvar er það ekki einu sinni til staðar. Allir bankar eru viðkvæmir fyrir slæmum fréttum og áhlaupi í kjölfar þeirra, því enginn þeirra, hversu traustir sem þeir annars eru, geta endurgreitt öllum sparifjáreigendum á sama tíma. Sögur um greiðsluþrot banka, sannar eða lognar, geta því orðið að spádómi sem uppfyllir sig sjálfur, hlaupi allir á eftir þeim. Fullvissa þess að innistæður séu tryggðar eru þannig forsenda þess að komist verði hjá slíku áhlaupsástandi og þar kemur að hlutverki Seðlabanka sem lánveitandi til þrautavara með einkarétti á peningaprentun á viðkomandi myntsvæði. Hér hafði vöxtur bankanna hins vegar leitt þá langt út fyrir myntsvæðið og þess vegna var öflugur gjaldeyrisvarasjóður nauðsyn. Í þessu sambandi er þó rétt að staldra við mismunandi uppbyggingu innlánsreikninga íslensku bankanna. Það er mikill ábyrgðarhluti að hafa lagt íslenskar ábyrgðir að veði fyrir Icesave-netreikningi án nokkurrar opinberrar umræðu um það hér innanlands. Öðru máli gegnir um Kaupþing, sem veitti sín innlán gegnum breskt dótturfélag með bakhjarla í Englandsbanka. Af hverju brugðust Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið ekki við í tíma? Hvers vegna blasir nú við íslensk ríkisábyrgð á 500 milljarða króna innistæðum breskra sparifjáreigenda? Það er erfitt að gagnrýna Landsbankann fyrir að hafa byggt upp slíkt innlánakerfi, en enginn eftirlitsaðili sá nokkru sinni neitt athugavert við það. Öll él styttir upp um síðir og ákaflega mikilvægt er að búa þannig um hnúta að ekki glatist með öllu ávinningur síðustu ára. Þá þurfum við að læra af reynslunni í þeirri uppbyggingu sem óhjákvæmileg er. Þá blasa við giska einfaldir kostir, annar er sá að leggja í þann gífurlega kostnað sem fylgir því að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli eða hinn að stefna þegar á samstarf Evrópuþjóða. Þá er vert að hafa í huga að hér starfa fleiri öflug fyrirtæki á alþjóðavísu en bankarnir einir. Nefna má verslunarfyrirtæki, flugfélög og framleiðslufélög sem skila miklum verðmætum til samfélagsins eða sjá því fyrir nauðsynlegri þjónustu, til að mynda hreinum nauðsynjum. Sárt væri að sjá slíka starfsemi fara á undan þjóðinni inn í Evrópusambandið. Farsælla væri að stíga þessi skref í takt um leið og stefnt væri að góðum aðildarsamningum. Við atburði síðustu daga hafa margar spurningar vaknað. Fáir fyllast þó sem betur fer Þórðargleði yfir óförum annarra. Nú er samstaðan lykilatriði. Bæði hér innanlands og einnig út á við, þar sem erlendar vinaþjóðir horfa nú upp á stórkostleg vandamál sjálfar og þykjast því eiga nóg með sitt. Rússar hafa nú brugðist við kalli okkar og hreyfing virðist komin á pólitískar tengingar á Norðurlöndunum. Meira þarf til, eigi viðunandi árangur að nást til heilla landi og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Mikil vonbrigði eru hvernig komið er fyrir bankakerfi þjóðarinnar. Eina vonarglætan er að Kaupþing hafi náð slíkri stærð og stöðugleika í rekstri sínum að hann fái mögulega staðið af sér þrengingarnar. Gríðarlega mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að hann verði ekki einnig þessum þrengingum að bráð. Eftir stórhuga uppvöxt og mikla landvinninga síðustu ára þar sem bankarnir unnu ötullega að því að dreifa landfræðilegri áhættu sinni stóðu íslenskar fjármálastofnanir við upphaf þrenginga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á margan hátt betur en sambærilegir bankar víða um heim. Ekki kannski síst fyrir umræðuvandann sem þeir lentu í árið 2006 sem leiddi til ákveðinna umbóta í rekstri þeirra. Það er verðugt verkefni að meta hvort og þá hvernig stjórnvöld hér brugðust þeirri skyldu sinni að veita fjármálakerfinu nauðsynlegt bakland. Í þeim efnum voru tvær leiðir færar. Önnur var að efla gjaldeyrisvaraforða landsins samhliða vexti fjármálakerfisins. Hin hefði verið að stefna hér að upptöku evru, með öllu sem því hefði fylgt, aðildarviðræðum við Evrópusambandið og aðild að ERM II myntsamstarfinu sem er undanfari evruupptöku. Með því hefði strax verið komið bakland hjá Seðlabanka Evrópu. Bankaviðskipti byggja á trausti og í árferði líku því sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er traustið í besta falli brothætt, en víðast hvar er það ekki einu sinni til staðar. Allir bankar eru viðkvæmir fyrir slæmum fréttum og áhlaupi í kjölfar þeirra, því enginn þeirra, hversu traustir sem þeir annars eru, geta endurgreitt öllum sparifjáreigendum á sama tíma. Sögur um greiðsluþrot banka, sannar eða lognar, geta því orðið að spádómi sem uppfyllir sig sjálfur, hlaupi allir á eftir þeim. Fullvissa þess að innistæður séu tryggðar eru þannig forsenda þess að komist verði hjá slíku áhlaupsástandi og þar kemur að hlutverki Seðlabanka sem lánveitandi til þrautavara með einkarétti á peningaprentun á viðkomandi myntsvæði. Hér hafði vöxtur bankanna hins vegar leitt þá langt út fyrir myntsvæðið og þess vegna var öflugur gjaldeyrisvarasjóður nauðsyn. Í þessu sambandi er þó rétt að staldra við mismunandi uppbyggingu innlánsreikninga íslensku bankanna. Það er mikill ábyrgðarhluti að hafa lagt íslenskar ábyrgðir að veði fyrir Icesave-netreikningi án nokkurrar opinberrar umræðu um það hér innanlands. Öðru máli gegnir um Kaupþing, sem veitti sín innlán gegnum breskt dótturfélag með bakhjarla í Englandsbanka. Af hverju brugðust Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið ekki við í tíma? Hvers vegna blasir nú við íslensk ríkisábyrgð á 500 milljarða króna innistæðum breskra sparifjáreigenda? Það er erfitt að gagnrýna Landsbankann fyrir að hafa byggt upp slíkt innlánakerfi, en enginn eftirlitsaðili sá nokkru sinni neitt athugavert við það. Öll él styttir upp um síðir og ákaflega mikilvægt er að búa þannig um hnúta að ekki glatist með öllu ávinningur síðustu ára. Þá þurfum við að læra af reynslunni í þeirri uppbyggingu sem óhjákvæmileg er. Þá blasa við giska einfaldir kostir, annar er sá að leggja í þann gífurlega kostnað sem fylgir því að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli eða hinn að stefna þegar á samstarf Evrópuþjóða. Þá er vert að hafa í huga að hér starfa fleiri öflug fyrirtæki á alþjóðavísu en bankarnir einir. Nefna má verslunarfyrirtæki, flugfélög og framleiðslufélög sem skila miklum verðmætum til samfélagsins eða sjá því fyrir nauðsynlegri þjónustu, til að mynda hreinum nauðsynjum. Sárt væri að sjá slíka starfsemi fara á undan þjóðinni inn í Evrópusambandið. Farsælla væri að stíga þessi skref í takt um leið og stefnt væri að góðum aðildarsamningum. Við atburði síðustu daga hafa margar spurningar vaknað. Fáir fyllast þó sem betur fer Þórðargleði yfir óförum annarra. Nú er samstaðan lykilatriði. Bæði hér innanlands og einnig út á við, þar sem erlendar vinaþjóðir horfa nú upp á stórkostleg vandamál sjálfar og þykjast því eiga nóg með sitt. Rússar hafa nú brugðist við kalli okkar og hreyfing virðist komin á pólitískar tengingar á Norðurlöndunum. Meira þarf til, eigi viðunandi árangur að nást til heilla landi og þjóð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun