Tvenn verðlaun í Barcelona 14. október 2008 04:00 Stuttmynd Daggar vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira