Tvenn verðlaun í Barcelona 14. október 2008 04:00 Stuttmynd Daggar vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stuttmynd Daggar Mósesdóttur, Eyja, hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Sitges í Barcelona. Dögg hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Örn Eldjárn fyrir bestu tónlistina. Verðlaunin voru afhent síðastliðinn laugardag en Dögg sá sér ekki fært að mæta vegna efnahagsástandsins hérlendis. „Það var mikil pressa á mér að fara út en ég treysti mér ekki til að fara úr landi," segir hún. „Vinir mínir úti fögnuðu mikið fyrir mig og tóku á móti verðlaununum. Það er gaman að leyfa þeim að fá smá hrós." Myndin, sem var tekin upp í Grundarfirði árið 2006, var verðlaunaverkefni sem Dögg fékk við útskrift úr kvikmyndaskóla sínum í Barcelona. „Við gátum gert stuttmynd og máttum ráða efnistökum. Ég ákvað að gera hana á Íslandi og taka með mér sautján bekkjarfélaga til Grundarfjarðar," segir hún. „Þetta var algjört ævintýri. Við gerðum þessa mynd með Ilmi Kristjánsdóttur í einu af aðalhlutverkunum og hinir leikararnir voru ættingjar og vinir og fólk úr Grundarfirði." Myndinni verður nú dreift um kvikmyndahátíðir víða um heim og segir Dögg að verðlaunin um helgina eigi eftir að hjálpa til við kynningu hennar. „Yfirleitt þegar maður fær verðlaun á einhverri hátíð fara hinir að taka við sér," segir hún. Þess má geta að ein þeirra mynda sem hafa unnið á Sitges-hátíðinni var síðar meir tilnefnd til Óskarsverðlauna og því ljóst að um virta og vel heppnaða hátíð er að ræða. - fb
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira