Fjórir fremstu stefna á sigur 28. september 2008 09:11 Fremstu menn í tímatökunni og á ráslínu í Singapúr í dag. mynd: Getty Images Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Forystumennirir í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa fremstir af stað í kappakstrinum í Singapór í dag og stefna allir á sigur. Bein útsending frá mótinu hefst kl 11.30 á Stöð 2 Sport. Felipe Massa, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Robert Kubica eru efstir í stigamótinu og röðuðu sér fremst á ráslínu í tímatökunni í gær. Lítil hætta er á rigningu eins og spáð var fyrir helgina, en hitinn verður í kringum 32 gráður, sem gæti komið Ferrari til góða. Þegar kaldara er í veðri virðast ökumenn eiga erfitt með að koma hita í dekkin. ,,Ég tel að við séum með góða keppnisáætlun. Ég náði fullkomnum hring í tímatökunni og því varð munurinn á mér og Hamilton 0.6 sekúndur", sagði Massa sem ræsir fremstur á undan Hamilton. ,,Nú ríður á að halda 100% einbeitingu í mótinu sem verður langt og strangt. Það er mikið af mishæðum í brautinni sem truflar aksturinn, sérstaklega milli beygju fimm og sjö. Það verður stórmál að hafa þol í 61 hring. Þá verður ræsingin mikilvæg og lykilatriði að byrja mótið af krafti", sagði Massa. Sex ökumenn eiga möguleika á titlinum þegar fjórum mótum er ólokið og Massa hefur eins stigs forskot á Hamilton. Kubica og Raikkönen eiga ágæta möguleika og er ljóst að hörð barátta verður á milli þessara kappa í dag.Sjá ummæli ökumanna
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira