Ræða þróun tónlistarheimsins 22. júlí 2008 06:00 Anna Hildur er framkvæmdarstjóri IMX. Fréttablaðið/Hörður Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. „Þetta er framhald af ráðstefnu sem við vorum með í fyrra og hét Who is in control? Hún tókst gríðarlega vel, um 130 manns mættu, þar af 30 að utan," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, um ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir í október í tengslum við Airwaves-hátíðina. Að sögn Önnu Hildar vöktu kynningar á milli pallborðsumræðna á ráðstefnuninni í fyrra mikla lukku, en þar var sýnt hvernig má markaðssetja tónlist stafrænt á ódýran hátt. „Þetta er tilraun til að viðhalda vitrænum samræðum um þá þróun sem er í gangi og skoða í leiðinni þá möguleika sem eru að opnast í því að gefa út sjálfur. Er mögulegt að vera algjörlega sjálfstæður listamaður og hvaða teymi þarftu í kringum þig til að það heppnist vel? Núna er þetta ekki bara spurning um að fá plötusamning hjá stórfyrirtækjunum heldur skapast alls konar ný viðskiptasambönd við stór vörumerki sem vilja fjárfesta í tónlist. Svo erum við að skoða mjög gaumgæfulega hvernig netið virkar í þessum nýja veruleika sem við sem störfum í tónlist búum við." Anna segir stafrænan þátt tónlistarútgáfu hafa aukist gríðarlega og dæmi séu um að allt að 80 prósent viðskipta plötufyrirtækja séu stafræn. IMX flytja inn milli 20 og 30 manns, sérfræðinga á sínu sviði, til að tala á ráðstefnunni, sem fylgjast svo með Iceland Airwaves-hátíðinni. En hverjir sækja svona ráðstefnur? „Ég á von á því að það verði bæði tónlistarmenn og fólk frá plötufyrirtækjum og vörumerkjum sem hafa áhuga á að fjárfesta í tónlist. Svo erum við líka með aðila frá síma- og leikjafyrirtækjum. Símafyrirtæki eru að verða mikilvægir samstarfsaðilar varðandi dreifileiðir og svo framvegis." Einn fyrirlesara ráðstefnunnar er einmitt Steve Schnur, yfirmaður Electronic Arts, eins stærsta leikjafyrirtækis Bandaríkjanna. Ráðstefnan stendur frá klukkan 10-17 báða dagana. Innifaldir verða tveir hádegisverðir „þar sem fólki gefst tækifæri á að efla tenglanet sitt, bæði við þá sem koma fram og þá sem sækja ráðstefnuna". Búist er við um 50 erlendum gestum. Hægt verður að skrá sig í gegnum heimasíðuna icelandmusic.is eftir 1. ágúst. Þá mun félag tónlistarmanna fá sérkjör á ráðstefnuna. kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, IMX, stendur fyrir ráðstefnu 15.-16. október næstkomandi. Ber hún yfirskriftina You are in control, eða Þú ert við stjórnvölinn og verður haldin á Hótel sögu. „Þetta er framhald af ráðstefnu sem við vorum með í fyrra og hét Who is in control? Hún tókst gríðarlega vel, um 130 manns mættu, þar af 30 að utan," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, um ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir í október í tengslum við Airwaves-hátíðina. Að sögn Önnu Hildar vöktu kynningar á milli pallborðsumræðna á ráðstefnuninni í fyrra mikla lukku, en þar var sýnt hvernig má markaðssetja tónlist stafrænt á ódýran hátt. „Þetta er tilraun til að viðhalda vitrænum samræðum um þá þróun sem er í gangi og skoða í leiðinni þá möguleika sem eru að opnast í því að gefa út sjálfur. Er mögulegt að vera algjörlega sjálfstæður listamaður og hvaða teymi þarftu í kringum þig til að það heppnist vel? Núna er þetta ekki bara spurning um að fá plötusamning hjá stórfyrirtækjunum heldur skapast alls konar ný viðskiptasambönd við stór vörumerki sem vilja fjárfesta í tónlist. Svo erum við að skoða mjög gaumgæfulega hvernig netið virkar í þessum nýja veruleika sem við sem störfum í tónlist búum við." Anna segir stafrænan þátt tónlistarútgáfu hafa aukist gríðarlega og dæmi séu um að allt að 80 prósent viðskipta plötufyrirtækja séu stafræn. IMX flytja inn milli 20 og 30 manns, sérfræðinga á sínu sviði, til að tala á ráðstefnunni, sem fylgjast svo með Iceland Airwaves-hátíðinni. En hverjir sækja svona ráðstefnur? „Ég á von á því að það verði bæði tónlistarmenn og fólk frá plötufyrirtækjum og vörumerkjum sem hafa áhuga á að fjárfesta í tónlist. Svo erum við líka með aðila frá síma- og leikjafyrirtækjum. Símafyrirtæki eru að verða mikilvægir samstarfsaðilar varðandi dreifileiðir og svo framvegis." Einn fyrirlesara ráðstefnunnar er einmitt Steve Schnur, yfirmaður Electronic Arts, eins stærsta leikjafyrirtækis Bandaríkjanna. Ráðstefnan stendur frá klukkan 10-17 báða dagana. Innifaldir verða tveir hádegisverðir „þar sem fólki gefst tækifæri á að efla tenglanet sitt, bæði við þá sem koma fram og þá sem sækja ráðstefnuna". Búist er við um 50 erlendum gestum. Hægt verður að skrá sig í gegnum heimasíðuna icelandmusic.is eftir 1. ágúst. Þá mun félag tónlistarmanna fá sérkjör á ráðstefnuna. kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira