Skólinn í Malenga Stefán Jón Hafstein skrifar 6. september 2008 05:15 Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun