Annus horribilis 31. desember 2008 00:01 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og kennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Djúpur er sviði landsmanna yfir ærumissi og eignabruna. Líklega svíður þó engu fólki sárar hvernig komið er fyrir landinu en kynslóðinni sem man gleðina og hamingjuna sem fylgdi stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Þá gekk þjóðin fram sjálfstæð og hreykin og réð sínum málum þótt lítil væri. Íslendingar töldu sér sóma sýndan í því að til landsins komu sendiherrar frá Bandaríkjunum, Stóra Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og Sovétríkjunum, þrátt fyrir styrjöldina. Fluttu hinir erlendu fulltrúar þjóðinni árnaðaróskir á hátíðarstundu. Minningin um Jón Sigurðsson forseta lyfti þjóðinni og varð henni innblástur. Þjóð sjósóknara er eiginlegt að líkja atburðum haustsins 2008 við skipsstrand en sú líking hrekkur í raun skammt þegar kemur að bankahruninu. Bankarnir voru eins og skip sem brotnaði í spón. Þurfti þetta að fara svona? Var þetta spurning um allt eða ekkert? Því verður hugsanlega aldrei svarað með vissu enda virðist enginn vita í raun hvað gerðist. Æðstu ráðamenn segja sumir hrunið hafa verið óumflýjanlegt. Aðrir segjast hafa varað við. En enginn segist hafa gert neitt til að afstýra hruninu. Enginn virðist hafa talið sig bera skyldu til þess. Enginn bjó til áætlun um hvernig bregðast mætti við. Enginn sagði þjóðinni hvers vænta mætti. Enginn kannast við ábyrgð á því sem gerðist. Enginn virðist bera ábyrgð á að orðspor þjóðarinnar hefur beðið hnekki. Enginn virðist bera ábyrgð á að áratuga sparnaður Íslendinga er gjöreyddur. Enginn virðist bera ábyrgð á að skuldir hafa vaxið heimilum og atvinnufyrirtækjum upp fyrir höfuð vegna verðbólgu og gengishruns. Efnahagurinn verður ekki reistur við nema þjóðin endurheimti traust á alþjóðlegum vettvangi. Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins markar fyrsta sporið. Ákvarðanir um stjórn efnahagsmála lúta nú skilmálum og eftirliti sjóðsins. Þetta þýðir að skilyrðislaust forræði stjórnvalda í þeim efnum er ekki lengur fyrir hendi (nei, það tekur enginn ábyrgð á þessu). Staða eins konar landstjóra er á hendi starfsmanns sjóðsins, Paul Thomsen að nafni, og væntanlegur er tilsjónarmaður sjóðsins með fasta búsetu hér á landi. Gagnvart þessari niðurlægingu er Íslendingum ekki sæmandi að gangast undir skilmála sjóðsins með öðrum hætti en þeim að ganga lengra í uppbyggingu, endurreisn og aðhaldi en sjóðurinn leggur fyrir stjórnvöld að gera. Þjóðin stendur frammi fyrir því að endurheimta fjárstjórnina inn í landið að nýju. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru fyrir augum felur í sér annan lið í að endurheimta traust á alþjóðlegum vettvangi. Þokukennd stefna í gjaldeyris- og peningamálum er einn veikasti hlekkur efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins (18% vextir til að styðja undir haftakrónu!) og fær naumast staðist nema skýrar línur verði lagðar um framtíðina. Krónan ein á báti hefur reynst landsmönnum dýrkeypt og enginn kostur annar er tækur en að bindast öðrum þjóðum um samstarf í þessum efnum. Þá verður að tryggja að þeir sem ábyrgð bera axli hana og að fram fari óháð rannsókn á hruninu. Við umheiminum blasir að vestrænar lýðræðishefðir hafa ekki öðlast þann sess hér á landi að ábyrgð hafi marktæka þýðingu. Þjóðin geldur fyrir með skertu trausti. Hún fer nærri um hverjir bera ábyrgðina þótt þeir þverskallist við að axla hana. Við rannsókn á hruninu þarf að búa svo um hnúta að hún verði hafin yfir vafa sem óháð og óhlutdræg. Þjóðin má þola þungar búsifjar vegna ábyrgðarlausra flysjunga í hópi athafnamanna sem reyndust ekki rísa undir því trausti sem þeim var sýnt. Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hvatti stjórnvöld í fyrirlestri sínum hér á landi á dögunum til að ganga hart eftir því að frysta eignir þeirra sem hér eiga í hlut. Persson sagði aðgerðir af þessu tagi nauðsynlegar til að efla traust en undirstrikaði að í þær væri ráðist á forsendum réttarríkisins. Árið 2008 var hörmungarár í efnahagsmálum Íslendinga, annus horribilis. Þjóðin þarf að fá fullvissu fyrir því að með markvissum aðgerðum séu tekin afdráttarlaus skref til að byggja upp efnahagslífið og til að endurheimta traust og virðingu innan lands sem utan. Markmiðið er viðreisn þjóðarbúskaparins og endurheimt sæmdar og efnahagslegs sjálfstæðis Íslendinga. Sjálfstæðisbaráttan hin nýja bíður nú þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár. Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Djúpur er sviði landsmanna yfir ærumissi og eignabruna. Líklega svíður þó engu fólki sárar hvernig komið er fyrir landinu en kynslóðinni sem man gleðina og hamingjuna sem fylgdi stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Þá gekk þjóðin fram sjálfstæð og hreykin og réð sínum málum þótt lítil væri. Íslendingar töldu sér sóma sýndan í því að til landsins komu sendiherrar frá Bandaríkjunum, Stóra Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og Sovétríkjunum, þrátt fyrir styrjöldina. Fluttu hinir erlendu fulltrúar þjóðinni árnaðaróskir á hátíðarstundu. Minningin um Jón Sigurðsson forseta lyfti þjóðinni og varð henni innblástur. Þjóð sjósóknara er eiginlegt að líkja atburðum haustsins 2008 við skipsstrand en sú líking hrekkur í raun skammt þegar kemur að bankahruninu. Bankarnir voru eins og skip sem brotnaði í spón. Þurfti þetta að fara svona? Var þetta spurning um allt eða ekkert? Því verður hugsanlega aldrei svarað með vissu enda virðist enginn vita í raun hvað gerðist. Æðstu ráðamenn segja sumir hrunið hafa verið óumflýjanlegt. Aðrir segjast hafa varað við. En enginn segist hafa gert neitt til að afstýra hruninu. Enginn virðist hafa talið sig bera skyldu til þess. Enginn bjó til áætlun um hvernig bregðast mætti við. Enginn sagði þjóðinni hvers vænta mætti. Enginn kannast við ábyrgð á því sem gerðist. Enginn virðist bera ábyrgð á að orðspor þjóðarinnar hefur beðið hnekki. Enginn virðist bera ábyrgð á að áratuga sparnaður Íslendinga er gjöreyddur. Enginn virðist bera ábyrgð á að skuldir hafa vaxið heimilum og atvinnufyrirtækjum upp fyrir höfuð vegna verðbólgu og gengishruns. Efnahagurinn verður ekki reistur við nema þjóðin endurheimti traust á alþjóðlegum vettvangi. Efnahagsáætlun með gæðastimpli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins markar fyrsta sporið. Ákvarðanir um stjórn efnahagsmála lúta nú skilmálum og eftirliti sjóðsins. Þetta þýðir að skilyrðislaust forræði stjórnvalda í þeim efnum er ekki lengur fyrir hendi (nei, það tekur enginn ábyrgð á þessu). Staða eins konar landstjóra er á hendi starfsmanns sjóðsins, Paul Thomsen að nafni, og væntanlegur er tilsjónarmaður sjóðsins með fasta búsetu hér á landi. Gagnvart þessari niðurlægingu er Íslendingum ekki sæmandi að gangast undir skilmála sjóðsins með öðrum hætti en þeim að ganga lengra í uppbyggingu, endurreisn og aðhaldi en sjóðurinn leggur fyrir stjórnvöld að gera. Þjóðin stendur frammi fyrir því að endurheimta fjárstjórnina inn í landið að nýju. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru fyrir augum felur í sér annan lið í að endurheimta traust á alþjóðlegum vettvangi. Þokukennd stefna í gjaldeyris- og peningamálum er einn veikasti hlekkur efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins (18% vextir til að styðja undir haftakrónu!) og fær naumast staðist nema skýrar línur verði lagðar um framtíðina. Krónan ein á báti hefur reynst landsmönnum dýrkeypt og enginn kostur annar er tækur en að bindast öðrum þjóðum um samstarf í þessum efnum. Þá verður að tryggja að þeir sem ábyrgð bera axli hana og að fram fari óháð rannsókn á hruninu. Við umheiminum blasir að vestrænar lýðræðishefðir hafa ekki öðlast þann sess hér á landi að ábyrgð hafi marktæka þýðingu. Þjóðin geldur fyrir með skertu trausti. Hún fer nærri um hverjir bera ábyrgðina þótt þeir þverskallist við að axla hana. Við rannsókn á hruninu þarf að búa svo um hnúta að hún verði hafin yfir vafa sem óháð og óhlutdræg. Þjóðin má þola þungar búsifjar vegna ábyrgðarlausra flysjunga í hópi athafnamanna sem reyndust ekki rísa undir því trausti sem þeim var sýnt. Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hvatti stjórnvöld í fyrirlestri sínum hér á landi á dögunum til að ganga hart eftir því að frysta eignir þeirra sem hér eiga í hlut. Persson sagði aðgerðir af þessu tagi nauðsynlegar til að efla traust en undirstrikaði að í þær væri ráðist á forsendum réttarríkisins. Árið 2008 var hörmungarár í efnahagsmálum Íslendinga, annus horribilis. Þjóðin þarf að fá fullvissu fyrir því að með markvissum aðgerðum séu tekin afdráttarlaus skref til að byggja upp efnahagslífið og til að endurheimta traust og virðingu innan lands sem utan. Markmiðið er viðreisn þjóðarbúskaparins og endurheimt sæmdar og efnahagslegs sjálfstæðis Íslendinga. Sjálfstæðisbaráttan hin nýja bíður nú þjóðarinnar. Gleðilegt nýtt ár.
Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira