Handbolti

Norðmenn fóru illa að ráði sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aymen Hammed skýtur hér að norska markinu úr aukakasti í leiknum í dag.
Aymen Hammed skýtur hér að norska markinu úr aukakasti í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP

Norðmenn eiga nú nánast enga möguleika á sæti á Ólympíuleikunum eftir að liðið gerði jafntefli við Túnis í Frakklandi í dag.

Leiknum lauk með 30-30 jafntefli en þetta þýðir einnig að Frakkar eru nú öruggir með sæti sitt á Ólympíuleikunum.

Norðmenn verða nú að vinna Frakka á morgun og treysta á að Spánn vinni ekki Túnis.

Í gær tapaði Noregur fyrir Spáni, 33-31, og er því aðeins með eitt stig í riðlinum, rétt eins og Túnis sem tapaði fyrir Frakklandi í gær. Frakkar unnu svo Spánverja fyrr í dag og eru sem fyrr segir formlega komnir inn á Ólympíuleikana.

Aymen Hammed var markahætsur hjá Túnis með átta mörk en Frank Löke skoraði sex mörk fyrir Norðmenn og Erlend Mamelund fimm.

Norðmenn vour með þriggja marka forystu þegar níu mínútur voru til leiksloka og tveggja marka forystu þegar tvær mínútur voru eftir. En Wissem Hmem skoraði síðustu tvö mörk leiksins og gerði þar með nánast út um Ólympíuvonir Norðmanna. Hmem skoraði síðasta markið þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×