Handbolti

Hedin tekur við norska landsliðinu

Hedin þjálfar Melsungen í Þýskalandi
Hedin þjálfar Melsungen í Þýskalandi NordicPhotos/GettyImages

Svíinn Robert Hedin hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Norðmanna í handbolta. Hann tekur við af Gunnar Petersson sem hætti eftir ÓL í Peking.

Hedin á að baki tæplega 200 landsleiki fyrir svía sem leikmaður en í dag er hann þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen.

Norskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir nokkrum dögum að handknattleikssambandið hefði allt nema gengið frá samningum við goðsögnina Zvonomir Serdarusic, fyrrum þjálfara Kiel í Þýskalandi, en hann dró sig út úr samningaviðræðum.

Fyrsta verkefni Robert Hedin með norska liðið verður leikur við Eista þann 29. þessa mánaðar, en 1. nóvember mætir liðið svo okkur Íslendingum í forkeppni EM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×