Órafmagnaðir Fjallabræður 28. nóvember 2008 06:15 Fjallabræður syngja í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn og flytja þar sitt nýjasta lag, Hó. mynd/hörður sveinsson Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira