NBA: New Orlenas vann San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2008 11:35 Ofurhuginn Super Hugo stekkur í gegnum eldhring í leik New Orleans og Detroit í nótt. Atriðið mistókst og tafði það leikinn um 20 mínútur. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando. Aðeins einn leikur er eftir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það er oddaleikur Boston og Atlanta. Sá leikur hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni útsendingu á NBA TV. Það voru liðin á heimavelli sem unnu leiki sína í nótt en margir telja að rimma New Orleans og San Antonio verði sú áhugaverðasta í annarri umferð.New Orleans vann San Antonio, 101-82, þar sem öflugur varnarleikur heimamanna varð til þess að Tim Duncan skoraði einungis fimm stig í leiknum. David West fór á kostum á leiknum og skoraði 30 stig en Chris Paul var einnig öflugur sem fyrr og var með sautján stig og þrettán stoðsendingar. San Antonio var ellefu stigum yfir seint í fyrri hálfleik en heimamenn mættu mjög grimmmir til hálfleiks í þeim síðari og kláruðu leikinn. Duncan hitti úr aðeins einu af níu skotum sínum utan af velli í leiknum og tók einungis þrjú fráköst. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig. En þó vakti eflaust mesta athygli er að leikurinn tafðist um 20 mínútur eftir fyrsta leikhluta er atriði með lukkudýri Hornets fór úrskeðis. Lukkudýrið átti að stökkva í gegnum eldhring en það fór á versta veg og þurfti að nota slökkvitæki á vellinum. Það tók þennan tíma að þrífa völlinn.Detroit vann Orlando, 91-72, þar sem fyrrnefnda liðið tók öll völd í þriðja leikhluta og kláraði svo leikinn af miklu öryggi í þeim fjórða. Chauncey Billups skoraði nítján stig fyrir Detroit og Richard Hamilton sautján. Rashard Lewis og Hedu Turkoglu skoruðu átján stig hver fyrir Orlando. Dwight Howard var með tólf stig og átta fráköst. Leikur númer tvö í báðum rimmum fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando. Aðeins einn leikur er eftir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það er oddaleikur Boston og Atlanta. Sá leikur hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni útsendingu á NBA TV. Það voru liðin á heimavelli sem unnu leiki sína í nótt en margir telja að rimma New Orleans og San Antonio verði sú áhugaverðasta í annarri umferð.New Orleans vann San Antonio, 101-82, þar sem öflugur varnarleikur heimamanna varð til þess að Tim Duncan skoraði einungis fimm stig í leiknum. David West fór á kostum á leiknum og skoraði 30 stig en Chris Paul var einnig öflugur sem fyrr og var með sautján stig og þrettán stoðsendingar. San Antonio var ellefu stigum yfir seint í fyrri hálfleik en heimamenn mættu mjög grimmmir til hálfleiks í þeim síðari og kláruðu leikinn. Duncan hitti úr aðeins einu af níu skotum sínum utan af velli í leiknum og tók einungis þrjú fráköst. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig. En þó vakti eflaust mesta athygli er að leikurinn tafðist um 20 mínútur eftir fyrsta leikhluta er atriði með lukkudýri Hornets fór úrskeðis. Lukkudýrið átti að stökkva í gegnum eldhring en það fór á versta veg og þurfti að nota slökkvitæki á vellinum. Það tók þennan tíma að þrífa völlinn.Detroit vann Orlando, 91-72, þar sem fyrrnefnda liðið tók öll völd í þriðja leikhluta og kláraði svo leikinn af miklu öryggi í þeim fjórða. Chauncey Billups skoraði nítján stig fyrir Detroit og Richard Hamilton sautján. Rashard Lewis og Hedu Turkoglu skoruðu átján stig hver fyrir Orlando. Dwight Howard var með tólf stig og átta fráköst. Leikur númer tvö í báðum rimmum fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira