Dregið var í 32-liða úrslit UEFA-bikarkeppninnar í dag þar sem hæst ber viðureign Werder Bremen og AC Milan.
Eitt Íslendingalið er enn með í keppninni en það er FC Twente, lið Bjarna Þórs Viðarssonar. Það mætir franska liðinu Marseille.
Ensku liðin fengu miserfið verkefni. Manchester City mætir FC Kaupmannahöfn og Aston Villa mun leika gegn CSKA Moskvu. Þá mætir Tottenham liði Shakhtar Donetsk.
Leikirnir í 32-liða úrslitum:
PSG - Wolfsburg
FC Kaupmannahöfn - Manchester City
NEC - Hamburg
Sampdoria - Metalist
Braga - Standard Liege
Aston Villa - CSKA Moskva
Lech - Udinese
Olympiakos - St. Etienne
Fiorentina - Ajax
Álaborg - Deportivo
Werder Bremen - AC Milan
Bordeaux - Galatasaray
Dynamo Kiev - Valencia
Zenit St. Pétursborg - Stuttgart
Marseille - Twente
Shakhtar - Tottenham
