Alvara lífsins Þorsteinn Pálsson skrifar 3. október 2008 07:00 Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram í skugga mestu umbrota í íslensku fjármálalífi. Einn af stærstu bönkum landsins hefur verið þjóðnýttur. Erlendar eignir annars seldar. Um leið hefur gengi krónunnar fallið enn dýpra niður. Eðlilega veldur það nokkrum vonbrigðum að halli ríkissjóðs á næsta ári skuli ekki vera innan við Maastircht-skilyrðin. Í ljósi þeirrar miklu alvöru sem þjóðin stendur frammi fyrir á fjármálamörkuðum er þó ekki réttur tími til harðrar gagnrýni af þessum sökum. Engum vafa er þó undirorpið að æskilegra hefði verið fyrir þjóðarbúskapinn að Seðlabankinn hefði brugðist við fyrirsjáanlegum samdrætti í hagkerfinu með því að gefa fjármálastofnunum landsins svigrúm til að hleypa nauðsynlegu súrefni út í atvinnulífið. Verðmætasköpunin er það sem máli skiptir. Hún verður að halda áfram. Þar brást Seðlabankanum bogalistin. Halli á fjárlögum dregur úr sársaukanum. Hann leysir hins vegar ekki vandann. Lausnin er fólginn í breyttri peningastefnu. Tafarlausar bráðaaðgerðir til þess að styðja fjármálkerfið verða að byggjast á öðrum sjónarmiðum en Seðlabankinn hefur fylgt fram til þessa. Ríkisstjórnin er mynduð af tveimur stærstu flokkunum í landinu á báðum vængjum stjórnmálanna. Bakland beggja stjórnarflokkanna er í atvinnulífinu. Þeir eiga fyrir þá sök að geta unnið í fullum trúnaði og nauðsynlegu afli með forystu atvinnufyrirtækjanna og launafólksins. Viðbrögð við ríkjandi ástandi hljóta að byggja á breiðu trúnaðarsamstarfi af því tagi. Þegar staða fjármálakerfisins hefur verið treyst með bráðaráðstöfunum þarf að móta peningastefnu til lengri tíma. Bankarnir eru hjarta atvinnulífsins. Þegar það fer að slá á ný með taktföstum hætti er óhjákvæmilegt að fylgja því eftir með aðhaldsamari ríkisfjármálapólitík en birtist í fjárlagafrumvarpinu. Það verður brýnt til að verja megi fjármálastöðugleikann að nýju. Bankastjórn Seðlabankans hefur hreyft hugmyndum um myndun þjóðstjórnar. Ofan á umdeilda framkvæmd peningastefnunnar og umdeildar hugmyndir um framtíðarstefnuna í peningamálum bætist nú að bankastjórnin blandar sér í pólitískar umræður um hvers kyns ríkisstjórn skuli sitja í landinu. Allt hefur þetta veikt trúverðuleika Seðlabankans bæði heima og erlendis. Menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra hafa réttilega gagnrýnt bankastjórn Seðlabankans fyrir að fara út fyrir verksvið sitt með þessari pólitísku íblöndun. Mikilvægt er að Seðlabankinn öðlist aftur ótvírætt traust allrar þjóðarinnar. Vel má vera að ríkisstjórnin sjálf þurfi til bráðabirgða að taka framkvæmd peningastefnunnar meir í sínar hendur þar til hjarta atvinnulífsins slær á ný og nauðsynlegt traust er endurvakið. Myndun ríkisstjórnar allra flokka er allt annað álitaefni. Það snýr að Alþingi en ekki Seðlabankanum. Þegar fyrir er ríkisstjórn með jafn breiðan þjóðfélagslegan bakgrunn og raun ber vitni verður ekki séð að þrír flokkar til viðbótar myndu auðvelda ákvarðanatöku. Við ríkjandi aðstæður er hins vegar full þörf á breiðri samstöðu. Því verður ekki andmælt. Hitt skiptir þó öllu máli hvað gert er og bráðaaðgerðir dragist ekki. Það er sú alvara lífsins sem blasir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram í skugga mestu umbrota í íslensku fjármálalífi. Einn af stærstu bönkum landsins hefur verið þjóðnýttur. Erlendar eignir annars seldar. Um leið hefur gengi krónunnar fallið enn dýpra niður. Eðlilega veldur það nokkrum vonbrigðum að halli ríkissjóðs á næsta ári skuli ekki vera innan við Maastircht-skilyrðin. Í ljósi þeirrar miklu alvöru sem þjóðin stendur frammi fyrir á fjármálamörkuðum er þó ekki réttur tími til harðrar gagnrýni af þessum sökum. Engum vafa er þó undirorpið að æskilegra hefði verið fyrir þjóðarbúskapinn að Seðlabankinn hefði brugðist við fyrirsjáanlegum samdrætti í hagkerfinu með því að gefa fjármálastofnunum landsins svigrúm til að hleypa nauðsynlegu súrefni út í atvinnulífið. Verðmætasköpunin er það sem máli skiptir. Hún verður að halda áfram. Þar brást Seðlabankanum bogalistin. Halli á fjárlögum dregur úr sársaukanum. Hann leysir hins vegar ekki vandann. Lausnin er fólginn í breyttri peningastefnu. Tafarlausar bráðaaðgerðir til þess að styðja fjármálkerfið verða að byggjast á öðrum sjónarmiðum en Seðlabankinn hefur fylgt fram til þessa. Ríkisstjórnin er mynduð af tveimur stærstu flokkunum í landinu á báðum vængjum stjórnmálanna. Bakland beggja stjórnarflokkanna er í atvinnulífinu. Þeir eiga fyrir þá sök að geta unnið í fullum trúnaði og nauðsynlegu afli með forystu atvinnufyrirtækjanna og launafólksins. Viðbrögð við ríkjandi ástandi hljóta að byggja á breiðu trúnaðarsamstarfi af því tagi. Þegar staða fjármálakerfisins hefur verið treyst með bráðaráðstöfunum þarf að móta peningastefnu til lengri tíma. Bankarnir eru hjarta atvinnulífsins. Þegar það fer að slá á ný með taktföstum hætti er óhjákvæmilegt að fylgja því eftir með aðhaldsamari ríkisfjármálapólitík en birtist í fjárlagafrumvarpinu. Það verður brýnt til að verja megi fjármálastöðugleikann að nýju. Bankastjórn Seðlabankans hefur hreyft hugmyndum um myndun þjóðstjórnar. Ofan á umdeilda framkvæmd peningastefnunnar og umdeildar hugmyndir um framtíðarstefnuna í peningamálum bætist nú að bankastjórnin blandar sér í pólitískar umræður um hvers kyns ríkisstjórn skuli sitja í landinu. Allt hefur þetta veikt trúverðuleika Seðlabankans bæði heima og erlendis. Menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra hafa réttilega gagnrýnt bankastjórn Seðlabankans fyrir að fara út fyrir verksvið sitt með þessari pólitísku íblöndun. Mikilvægt er að Seðlabankinn öðlist aftur ótvírætt traust allrar þjóðarinnar. Vel má vera að ríkisstjórnin sjálf þurfi til bráðabirgða að taka framkvæmd peningastefnunnar meir í sínar hendur þar til hjarta atvinnulífsins slær á ný og nauðsynlegt traust er endurvakið. Myndun ríkisstjórnar allra flokka er allt annað álitaefni. Það snýr að Alþingi en ekki Seðlabankanum. Þegar fyrir er ríkisstjórn með jafn breiðan þjóðfélagslegan bakgrunn og raun ber vitni verður ekki séð að þrír flokkar til viðbótar myndu auðvelda ákvarðanatöku. Við ríkjandi aðstæður er hins vegar full þörf á breiðri samstöðu. Því verður ekki andmælt. Hitt skiptir þó öllu máli hvað gert er og bráðaaðgerðir dragist ekki. Það er sú alvara lífsins sem blasir við.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun