Pastrana forfallast vegna meiðsla 12. desember 2008 18:20 Travis Pastrna er þekktur fyrir áhættuatriði á mótorhjólum. Hann átti að keppa á Wmbley á sunnudaginn en meiddist í vikunni. Mynd: Getty Images Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira