Garðar heldur tónleika 12. desember 2008 08:00 Garðar Cortes Mynd fréttablaðið/ Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp