Hamilton þarf að beita brögðum 25. október 2008 10:08 Lewis Hamilton gæti hampað meistaratitilinum um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira