Íbúðalánasjóður 15. apríl 2008 11:04 Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER.