NBA: Detroit í úrslitin en San Antonio tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 09:07 Richard Hamilton nýtti öll sextán skotin sín af vítalínunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum. NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Detroit Pistons varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum sinna deildar er liðið lagði Orlando, 91-86. Þá er New Orleans komið í 3-2 forystu í rimmunni gegn San Antonio. Detroit vann rimmuna gegn Orlando samtals 4-1 og mætir annað hvort Boston eða Cleveland í úrslitunum en staðan í þeirri rimmu er jöfn, 2-2. Detroit setti met í leiknum í nótt með því að tapa aðeins þremur boltum í öllum leiknum sem er það minnsta sem lið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefur gert. Þetta er sjötta árið í röð sem Detroit kemst í úrslit Austurdeildarinnar en það er í fyrsta sinn síðan að Lakers gerði slíkt hið sama í vestrinu á níunda áratugnum sem liði tekst að afreka það. Chauncey Billups missti af sínum öðrum leik í röð en það virtist ekki koma að sök. En vonast er til þess að hann verði orðinn klár þegar úrslitin í austrinu hefjast en ljóst er að leikmenn Detroit fá nú tækifæri til að hvíla sig. Skotnýting Detroit utan að velli var einungis 36 prósent en sem fyrr segir tapaði liðið aðeins þremur boltum auk þess sem liðið nýtti alls 28 af 32 vítaköstum sínum í leinkum. Það gerði gæfumuninn. Detroit var með tíu stiga forystu í leiknum þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir en Orlando náði að minnka muninn í eitt stig þegar innan við mínúta var til leiksloka. En þá fór Richard Hamilton sex sínum á vítalínuna og klikkaði aldrei. Bæði lið unnu hvorn stórsigur í rimmunni en Detroit vann alla þrjá leikina sem réðust á síðustu mínútunni. Hamilton var með 31 stig í leiknum og nýtti öll sextán skot sín af vítalínunni. Antonio McDyess kom næstur með sautján stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með átján stig en þeir Rashard Lewis og Dwight Howard komu næstir með fjórtán auk þess sem Howard tók sautján fráköst. New Orleans vann San Antonio, 101-79, þar sem heimamenn unnu síðari hálfleikinn með 24 stiga mun, 57-33. David West fór á kostum í leiknum og skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst auk þess sem hann varði fimm skot. Chris Paul skoraði sextán af sínum 22 stigum í síðari hálfleik auk þess sem hann var með fjórtán stoðsendingar. Allir leikir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli en eina liðið sem hefur unnið á útivelli í annarri umferðinni til þessa er Detroit. Manu Ginobili var með 20 stig og Tony Parker átján. Varnarmenn New Orleans náðu að halda Tim Duncan í tíu stigum en hann tók engu að síður 23 fráköst í leiknum.
NBA Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira