Viktori boðið í Formúlu 2 17. nóvember 2008 09:02 Viktor Þór undirbýr sig fyrir keppni, en Guðrún Þórarinsdóttir móðir hans fylgist sposk með. mynd: kappakstur.is Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns. Sá heitir Jonathan Palmer og er eigandi margra stærstu kappakstursbrauta Bretlands. Viktor keppti í Formúlu Palmer Audi mótaröðinni sem Palmer stýrði og keppti þar 2005 og 2006 og vann marga sigra. Viktor skipti síðan yfir í Formúlu 3 í ár, en gekk ekki vel hjá nýju liði og ákvað að draga sig í hlé og bíða betra tækifæris. Hann er nú að skoða þátttölku í Formúlu 2 mótaröðinni sem verður undir merkjum FIA og mun keppa á sömu brautum og heimsmeistaramót í fólksbílakappakstri fara fram (World Touring Car Champinoship). Williams liðið hannar bílanna í Formúlu 2 mótaröðina, en Audi mun útvega 4-500 hestafla vélar Bílarnir verða bæði sneggri og hraðskreiðari en Formúlu 3 bílar, en aflminni en GP 2 bílar sem eru næstu bílar fyrir neðan Formúlu 1 hvað afl varðar. Formúlu 2 mótin fara fram víðsvegar í Evrópu og bauð Palmer Viktori sæti, en segir að mu færri muni komast að en vilja í þessa mótaröð, sem kostar minna að taka þátt í en Formúla 3. Viktor þarf þó að leita kostenda til að þiggja sætið og faðir hans vinnur nú í þeim málum Í Bretlandi, en þeir feðgar hafa einnig leitað hófanna á Íslandi, enda ekur Viktor með íslenskt keppnisskírteini. Faðir hans er kanadískur en móðirinn íslensk.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira