Stjórn Existu hefur hækkað hlutafé félagsins um rúma 2,8 milljarða hluta. Þetta er gert í tengslum við kaup fyrirtæksins á Skiptum. Stefnt er að því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á morgun en af því gæti þó orðið síðar, að því er segir í tilkynningu frá Existu.
Heildarhlutafé Existu eftir aukninguna nemur 14.174.767.632 krónum.