Langar að gefa út aðra plötu 23. október 2008 04:00 Ólafía Hrönn myndi vilja hvíla sig á leiklistinni og sinna söngnum alfarið. Hún semur tónlist og langar að gefa út aðra plötu. fréttablaðið/Stefán „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag
Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira