Hamilton í hóp ökumanna á Wembley 21. nóvember 2008 13:00 Bretar munu fagna Lewis Hamilton á Wembley 14. desember, en þá verður hann meðal atriða á stórmóti kappakstursökumanna. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn. Hamilton mun aka Formúlu 1 bíl á brautinni og mun auk þess spyrna Mercedes Benz sportbíl gegn sprettharðasta reiðhjólamanni Breta. Atriði með Hamilton verður meðal sýningaratriða á mótinu, þar sem fjöldi Formúlu 1 ökumanna keppir í útsláttakeppni á ýmis konar farartækjum á samhliða braut á malbiki. Þetta mót hefur verið haldið í mörg ár og er einskonar uppskeruhátið fyrir ökumenn og meðal keppenda verður Michael Shumachher, Seabstian Vettel, David Coulthard og Jenson Button úr röðum ökumanna. Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb mætir á svæðið og heldur uppi heiðri Frakklands en mótið er einskonar liðakeppni á milli landa. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en auk kappaksturs er fjöldi sýningaratrið á mótinu þar sem áhættuökumenn koma við sögu. "Ég get ekki keppt í mótinu, þar sem ég þarf að vera viðstaddur útnefningu BBC á íþrótttamanni ársins", sagði Hamilton, en skipuleggjendur mótsins fögnuðu því þó að hann mætir og verður viðburðurinn notaður sem vettvangur fyrir Breta að fagna meistaratitili Hamiltons.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira