Tónlist

Neikvæð orka hressir

Singapore Sling Spilar á Grand Rokk.
Singapore Sling Spilar á Grand Rokk.

Fjórða plata Singapore Sling er komin út og heitir Perversity, Desperation and Death, Öfuguggaháttur, örvænting og dauði. „Þetta eru þau þrjú atriði sem hressa mig alltaf við, sama hvað á bjátar," segir Henrik Björnsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. „Það er allt búið að vera svo svart, neikvætt og ömurlegt, en mér hefur aldrei liðið betur. Ég lifi á neikvæðri orku."

Ellefu lög eru á nýju plötunni, öll frumsamin. „Þessi plata er töluvert nýrri en hinar plöturnar okkar, en að öðru leiti finnst mér asnalegt að ég sé að tjá mig eitthvað um hana," segir Henrik.

Best er auðvitað að drífa sig á útgáfutónleikana, sem verða á Grand Rokk í kvöld og hefjast upp úr kl. 22. Ný bráðefnilega hljómsveit, Kid Twist, hitar upp og hljómsveitin Reykjavík verður með gjörning. Það kostar þúsund kall inn. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×