Viðskipti erlent

LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi

Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr.

Þessi tala er höfð eftir talsmanni LBBW í frétt frá Reuters um málið. Sá vildi ekki gefa upp hver áhætta LBBW á Íslandi væri í heildina en sag'ist telja að tapið myndi nema 350 milljónum evra.

Blaðið Sueddeutsche Zeitung greindi frá því í síðustu viku að tap LBBW vegna íslensku bankanna gæti numið allt að einum milljarði evra eða yfir 150 milljörðum kr.

LBBW greindi frá því fyrir helgina að bankinn væri að íhuga að sækja um fjárhagsaðstoð frá þýska ríkinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×