Íslenskt rokk vekur athygli 29. október 2008 04:15 Íslenska metal-sveitin Darknote fær góða umfjöllun í næsta hefti þungarokksblaðsins Metal Edge. Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember. Plötunni eru gerð góð skil og fer ritstjóri blaðsins fögrum orðum um lagasmíðarnar og spilamennsku. Eitt lag af plötunni má einnig finna á geisladisk sem fylgir með blaðinu og því er um góða kynningu að ræða fyrir Darknote. „Þetta var svolítið skemmtilegt. Hjá okkur snerist þetta um að koma þessu lagi á diskinn sem átti að fylgja þessu blaði. Eftir að við vorum í tölvupóstssamskiptum við tengiliðinn úti vorum við að frétta að aðilar á blaðinu væru hrifnir af þessu. Það endaði á því að ritstjórinn vildi gera meira í þessu og fjalla eitthvað um plötuna," segir Jón Dal, gítarleikari Darknote. Hann játar að þetta gæti opnað dyr fyrir sveitina erlendis og vonar það besta. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerist, við höfum ekki mikla reynslu af þessu. Þetta er fyrsta stóra „mómentið" okkar erlendis en það væri gaman ef einhverjir hafa samband og að við fáum að spila eitthvað úti. Það er gott að koma nafninu á framfæri og tónlistinni í umferð. Við vonum það besta og bíðum spenntir," segir hann. Plata Darknote, sem mun heita Walk Into Your Nightmare, er í vinnslu og kemur líklega út á næsta ári. Sveitin er um þessar mundir að leita að nýjum gítarleikara og bendir áhugasömum á að skoða síðuna Myspace.com/darknotemetal og hafa samband. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira