Ferrari stjórinn stoltur af Massa 3. nóvember 2008 11:38 Stefano Domenicali og Felipe Massa fagna meistaratitili bílasmiða, en þeir misstu af titli ökumanna með eins stigs mun. mynd: kappakstur.is Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira