Hollendingar fagna Icesave 31. maí 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as
Markaðir Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira