NBA í nótt: Sigur hjá Detroit eftir dramatískan dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2008 09:44 Rodney Stuckey og Richard Hamilton ræða málin í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta. NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta.
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira