Yfirheyrslur Einar Már Jónsson skrifar 27. febrúar 2008 06:00 Á þeim tíma þegar alls kyns pappíralaus lýður frá fjarlægum hálfum sækist stöðugt eftir að setjast að í Frakklandi og ýmsir eru boðnir og búnir til aðstoðar á ystu mörkum laganna, eru yfirvöldin alveg sérlega á varðbergi gagnvart einu, og það eru pappírshjónabönd. En svo er það kallað þegar einhver sem hefur franskan ríkisborgararétt tekur að sér að giftast einhverjum þeim sem hefur engin slík réttindi, einungis formsins vegna, til þess að viðkomandi geti fengið sína pappíra. Í Frakklandi gilda nefnilega þau lög að hver sem er getur gengið í það heilaga, jafnvel þótt hann dveljist ólöglega í landinu, og þá fær hann sitt dvalarleyfi svo framarlega sem makinn hefur franskt vegabréf. Býsna erfitt getur verið að stemma stigu við slíkum pappírshjónaböndum en ýmsir embættismenn svo sem sýslumenn eða borgarstjórar hafa nú tekið upp þann sið að kalla hjónaefnin til viðtals hvort í sínu lagi, ef einhver grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Síðan eru þau spurð spjörunum úr, kannske ekki alveg í bókstaflegri merkingu en svona allt að því. Það eru einkum tvö atriði sem þykja sérlega tortryggileg og fullt tilefni til strangrar yfirheyrslu: ef mikill aldursmunur er á hjónaefnunum og ef stutt er síðan þau kynntust.Á mörkum hins grunsamlegaFranskir blaðamenn hafa nú bent á að bæði þessi atriði gildi í fyllsta mæli um það sem hefur verið kallað „hjónaband ársins" eða „álfasaga í Elysée-höll", sem sé giftingu Sarkozys forseta og hinnar ítölsku Cörlu Bruni: á þeim er u.þ.b. tíu ára aldursmunur, sem er á mörkum hins grunsamlega, og svo voru ekki nema tveir mánuðir síðan frægur auglýsingaforkólfur kynnti þau hvort fyrir öðru, og það er enn verra. Blaðamennirnir hafa þó ekki fengið neinar fréttir af því hvort þau voru kölluð til yfirheyrslu hjá einhverjum smámunasömum og þurrdrumbslegum embættismönnum og þeim þvælt fram og aftur um viðkvæm mál, og því síður hafa þeir getað komist að því hverjar kynnu að hafa verið niðurstöðurnar úr slíkum spurningaleik.Þeir verða því að láta ágiskanir nægja, en hér endast þær skammt. Einn blaðamaðurinn benti á, að á öld Balzacs og Zola hefðu menn ekki verið í neinum vandræðum með skýringu á giftingu ársins: þessir kafarar sálarlífsins kunnu heldur betur að lýsa því hvernig glaðlyndum og léttlyndum þokkadísum, sem fundu að aldurinn var farinn að færast yfir þær, tókst að tryggja framtíðina með því að ná sér í roskinn en forríkan góðborgara, jafnvel aðalsmann.Undarlegar ástirEn hér hefði þessum frægu rithöfundum brugðist bogalistin, sagði blaðamaðurinn, slíkar skýringar hefðu verið út í hött, og það af þremur ástæðum:1) Carla Bruni er rík. Hún var um skeið ein tekjuhæsta fyrirsætan í víðri veröld, á borð við skærustu stjörnur Hollywood. Síðan sneri hún sér að því að semja lög og texta, sem hún söng sjálf inn á geisladiska, og seldist hinn fyrri þeirra í tveimur milljónum eintaka. Það eru drjúg stefgjöld. Svo bætist það við að sjálfsögðu að á bak við hana er mikið iðnveldi í Torino á Ítalíu og stór auðæfi. Á þessu sviði er Sarkozy ekki einu sinni hálfdrættingur, ef manni leyfist að nota það orð, á það vantar mikið. Ef hann hefði ekki getað gefið sjálfum sér þessa glæsilegu kauphækkun sem nýlega var í fréttunum er óvíst að Carla Bruni hefði nokkurn tíma litið við slíkum þurfaling. Hann hefur reyndar aldrei dregið fjöður yfir það að hann slái ekki hendinni á móti nýjum auðæfum. Kaupmálinn sem gerður var með þeim hjónum mun því fyrst og fremst vera til að vernda föðurleifð hennar, segja blaðamenn.2) Carla Bruni er fögur, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma er þess langt að bíða að aldurinn fari að hafa nokkur áhrif. Hún þarf því engu að kvíða um langa framtíð. Það sem skiptir hana mestu máli er þó sennilega röddin, en hún brestur hvergi og nú heyrast þær fréttir að von sé á nýjum geisladisk. En Sarkozy getur ekki leikið undir sönginn, óvíst að hann geti einu sinni raulað með.3) Carla Bruni er gáfuð og menntuð. Hún hefur vald á fimm tungumálum, hún er fróð um bókmenntir og hefur mikla tónlistarkunnáttu. Auk þess fylgist hún ákaflega vel með í nútímanum. Ef hún er ekki vinstri sinnuð, eins og sumir hafa haldið, tilheyrir hún a.m.k. „vinstri bakkanum", sem sé menntamannahverfum Parísar. Sarkozy náði stúdentsprófi með herkjum og skreið síðan gegnum lögfræði. Það er rétt svo að hann geti bablað ensku, eftir því sem lesa má í engilsaxneskri pressu, önnur mál kann hann alls ekki, og tónlistarsmekkurinn nær ekki mikið lengra en til stuðningsmanns hans, rokksöngvarans Johnny Hallidays.Í svona máli hefðu þeir heiðursmenn Balzac og Zola sennilega staðið á gati. Kannske væri nær að skoða það með augum Shakespeares sem gat svo vel lýst undarlegum ástum í sinni eigin álfasögu, Draumi á Jónsmessunótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Á þeim tíma þegar alls kyns pappíralaus lýður frá fjarlægum hálfum sækist stöðugt eftir að setjast að í Frakklandi og ýmsir eru boðnir og búnir til aðstoðar á ystu mörkum laganna, eru yfirvöldin alveg sérlega á varðbergi gagnvart einu, og það eru pappírshjónabönd. En svo er það kallað þegar einhver sem hefur franskan ríkisborgararétt tekur að sér að giftast einhverjum þeim sem hefur engin slík réttindi, einungis formsins vegna, til þess að viðkomandi geti fengið sína pappíra. Í Frakklandi gilda nefnilega þau lög að hver sem er getur gengið í það heilaga, jafnvel þótt hann dveljist ólöglega í landinu, og þá fær hann sitt dvalarleyfi svo framarlega sem makinn hefur franskt vegabréf. Býsna erfitt getur verið að stemma stigu við slíkum pappírshjónaböndum en ýmsir embættismenn svo sem sýslumenn eða borgarstjórar hafa nú tekið upp þann sið að kalla hjónaefnin til viðtals hvort í sínu lagi, ef einhver grunur leikur á að ekki sé allt með felldu. Síðan eru þau spurð spjörunum úr, kannske ekki alveg í bókstaflegri merkingu en svona allt að því. Það eru einkum tvö atriði sem þykja sérlega tortryggileg og fullt tilefni til strangrar yfirheyrslu: ef mikill aldursmunur er á hjónaefnunum og ef stutt er síðan þau kynntust.Á mörkum hins grunsamlegaFranskir blaðamenn hafa nú bent á að bæði þessi atriði gildi í fyllsta mæli um það sem hefur verið kallað „hjónaband ársins" eða „álfasaga í Elysée-höll", sem sé giftingu Sarkozys forseta og hinnar ítölsku Cörlu Bruni: á þeim er u.þ.b. tíu ára aldursmunur, sem er á mörkum hins grunsamlega, og svo voru ekki nema tveir mánuðir síðan frægur auglýsingaforkólfur kynnti þau hvort fyrir öðru, og það er enn verra. Blaðamennirnir hafa þó ekki fengið neinar fréttir af því hvort þau voru kölluð til yfirheyrslu hjá einhverjum smámunasömum og þurrdrumbslegum embættismönnum og þeim þvælt fram og aftur um viðkvæm mál, og því síður hafa þeir getað komist að því hverjar kynnu að hafa verið niðurstöðurnar úr slíkum spurningaleik.Þeir verða því að láta ágiskanir nægja, en hér endast þær skammt. Einn blaðamaðurinn benti á, að á öld Balzacs og Zola hefðu menn ekki verið í neinum vandræðum með skýringu á giftingu ársins: þessir kafarar sálarlífsins kunnu heldur betur að lýsa því hvernig glaðlyndum og léttlyndum þokkadísum, sem fundu að aldurinn var farinn að færast yfir þær, tókst að tryggja framtíðina með því að ná sér í roskinn en forríkan góðborgara, jafnvel aðalsmann.Undarlegar ástirEn hér hefði þessum frægu rithöfundum brugðist bogalistin, sagði blaðamaðurinn, slíkar skýringar hefðu verið út í hött, og það af þremur ástæðum:1) Carla Bruni er rík. Hún var um skeið ein tekjuhæsta fyrirsætan í víðri veröld, á borð við skærustu stjörnur Hollywood. Síðan sneri hún sér að því að semja lög og texta, sem hún söng sjálf inn á geisladiska, og seldist hinn fyrri þeirra í tveimur milljónum eintaka. Það eru drjúg stefgjöld. Svo bætist það við að sjálfsögðu að á bak við hana er mikið iðnveldi í Torino á Ítalíu og stór auðæfi. Á þessu sviði er Sarkozy ekki einu sinni hálfdrættingur, ef manni leyfist að nota það orð, á það vantar mikið. Ef hann hefði ekki getað gefið sjálfum sér þessa glæsilegu kauphækkun sem nýlega var í fréttunum er óvíst að Carla Bruni hefði nokkurn tíma litið við slíkum þurfaling. Hann hefur reyndar aldrei dregið fjöður yfir það að hann slái ekki hendinni á móti nýjum auðæfum. Kaupmálinn sem gerður var með þeim hjónum mun því fyrst og fremst vera til að vernda föðurleifð hennar, segja blaðamenn.2) Carla Bruni er fögur, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma er þess langt að bíða að aldurinn fari að hafa nokkur áhrif. Hún þarf því engu að kvíða um langa framtíð. Það sem skiptir hana mestu máli er þó sennilega röddin, en hún brestur hvergi og nú heyrast þær fréttir að von sé á nýjum geisladisk. En Sarkozy getur ekki leikið undir sönginn, óvíst að hann geti einu sinni raulað með.3) Carla Bruni er gáfuð og menntuð. Hún hefur vald á fimm tungumálum, hún er fróð um bókmenntir og hefur mikla tónlistarkunnáttu. Auk þess fylgist hún ákaflega vel með í nútímanum. Ef hún er ekki vinstri sinnuð, eins og sumir hafa haldið, tilheyrir hún a.m.k. „vinstri bakkanum", sem sé menntamannahverfum Parísar. Sarkozy náði stúdentsprófi með herkjum og skreið síðan gegnum lögfræði. Það er rétt svo að hann geti bablað ensku, eftir því sem lesa má í engilsaxneskri pressu, önnur mál kann hann alls ekki, og tónlistarsmekkurinn nær ekki mikið lengra en til stuðningsmanns hans, rokksöngvarans Johnny Hallidays.Í svona máli hefðu þeir heiðursmenn Balzac og Zola sennilega staðið á gati. Kannske væri nær að skoða það með augum Shakespeares sem gat svo vel lýst undarlegum ástum í sinni eigin álfasögu, Draumi á Jónsmessunótt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun