Ný markmið Þorsteinn Pálsson skrifar 17. febrúar 2008 08:00 Fjármálaórói síðustu mánaða hefur vakið umræðuna um krónuna af værum blundi. Kerfisbreyting á því sviði getur þó ekki verið þáttur í skyndilausn á aðsteðjandi vanda. Hún er langtímaúrræði. Skyndiákvarðanir um grundvallarbreytingar eru ekki á dagskrá eins og sakir standa bæði af formlegum og efnislegum ástæðum. Í fyrsta lagi er ljóst að aðild að Evrópusambandinu kallar á stjórnarskrárbreytingu. Ætla verður að engin alvöru ríkisstjórn myndi sækja um aðild meðan hún er óheimil af stjórnskipulegum ástæðum. Í öðru lagi er ljóst að Ísland uppfyllir ekki aðildarskilyrðin við svo búið. Með markvissri efnahagsstjórn má á hinn bóginn ná því marki að stórum hluta á tveimur til þremur árum. Á þessum tímapunkti er þar af leiðandi bæði skynsamlegt og rétt að fastsetja það markmið að þjóðin geti innan þriggja ára tekið slíka ákvörðun. Um leið þarf að gera þær efnislegu og formlegu ráðstafanir sem óhjákvæmilegar eru til þess að þeirri stöðu verði náð. Aðsteðjandi vandi í peningamálum stafar annars vegar af ytri aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hins vegar af því að Seðlabankinn hefur í reynd lítil sem engin áhrif á fjármálalegan stöðugleika og verðbólgu. Ákvarðanir hans hafa fyrst og fremst áhrif á gengi krónunnar. Rangt er að saka stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu. Þeir fara eftir lögum og sjálfvirkum reiknilíkönum. Rétt var á sínum tíma að gera þessa tilraun. Hún er nú fullreynd. Lögin og reiknilíkönin taka einfaldlega ekki tillit til þess að á opnum alþjóðlegum fjármálamarkaði eru aðrir kraftar aflmeiri en Seðlabankinn. Fyrir þá sök ræður hann ekki við það hlutverk sem honum er ætlað. Það er sú staðreynd sem blasir við. Verðbólgumarkmiðið sem lögum samkvæmt er sett sameiginlega af ríkisstjórn og Seðlabanka hefur verið marklaus bókstafur of lengi. Nú er brýnast að horfast í augu við þann raunveruleika og setja bankanum ný markmið sem einhverjar líkur eru á að haldi. Þetta á ekki að gera til þess að gefa eftir í baráttunni við að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti. En það gerir illt verra að láta Seðlabankann halda áfram þeirri einu meðalagjöf sem hann ræður yfir og virkar ekki lengur á þá bólgu sem hún á að vinna á. Vaxtaákvörðunardagar Seðlabankans eiga með réttu að vera einhvers konar þyngdarpunktur í heilbrigðisdagatali fjármálamarkaðarins. Í staðinn eru þeir að verða eins og síendurtekinn sirkussýning án viðhlæjenda. Viðskiptabankarnir hafa verið uppteknir við það undanfarin ár að fjármagna hlutabréfakaup, fyrirtækjasamruna og yfirtökur. Þeir hafa lagt minni áherslu á að sinna venjulegum rekstri og innri verðmætasköpun í fyrirtækjunum. Þegar upp er staðið er það þó hún sem skapar þau verðmæti sem að baki hlutabréfunum standa. Nú verða viðskiptabankarnir því að beina kröftum sínum á ný að þessum grundvallarþáttum. Ríkisstjórnin sem í raun ræður för varðandi fjárfestingar sem byggja á orkunýtingu verður að horfast í augu við þá staðreynd að á næstu árum verður þörf fyrir nýja verðmætasköpun á því sviði ef hér á að halda uppi velferðarsamfélagi af sama myndarskap og verið hefur. Það dugar ekki að hlaupa í kringum þann heita graut eins og kötturinn. Allt eru þetta ný efnahagsleg- og fjármálaleg markmið sem þurfa að liggja skýr fyrir ef vel á að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Fjármálaórói síðustu mánaða hefur vakið umræðuna um krónuna af værum blundi. Kerfisbreyting á því sviði getur þó ekki verið þáttur í skyndilausn á aðsteðjandi vanda. Hún er langtímaúrræði. Skyndiákvarðanir um grundvallarbreytingar eru ekki á dagskrá eins og sakir standa bæði af formlegum og efnislegum ástæðum. Í fyrsta lagi er ljóst að aðild að Evrópusambandinu kallar á stjórnarskrárbreytingu. Ætla verður að engin alvöru ríkisstjórn myndi sækja um aðild meðan hún er óheimil af stjórnskipulegum ástæðum. Í öðru lagi er ljóst að Ísland uppfyllir ekki aðildarskilyrðin við svo búið. Með markvissri efnahagsstjórn má á hinn bóginn ná því marki að stórum hluta á tveimur til þremur árum. Á þessum tímapunkti er þar af leiðandi bæði skynsamlegt og rétt að fastsetja það markmið að þjóðin geti innan þriggja ára tekið slíka ákvörðun. Um leið þarf að gera þær efnislegu og formlegu ráðstafanir sem óhjákvæmilegar eru til þess að þeirri stöðu verði náð. Aðsteðjandi vandi í peningamálum stafar annars vegar af ytri aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hins vegar af því að Seðlabankinn hefur í reynd lítil sem engin áhrif á fjármálalegan stöðugleika og verðbólgu. Ákvarðanir hans hafa fyrst og fremst áhrif á gengi krónunnar. Rangt er að saka stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu. Þeir fara eftir lögum og sjálfvirkum reiknilíkönum. Rétt var á sínum tíma að gera þessa tilraun. Hún er nú fullreynd. Lögin og reiknilíkönin taka einfaldlega ekki tillit til þess að á opnum alþjóðlegum fjármálamarkaði eru aðrir kraftar aflmeiri en Seðlabankinn. Fyrir þá sök ræður hann ekki við það hlutverk sem honum er ætlað. Það er sú staðreynd sem blasir við. Verðbólgumarkmiðið sem lögum samkvæmt er sett sameiginlega af ríkisstjórn og Seðlabanka hefur verið marklaus bókstafur of lengi. Nú er brýnast að horfast í augu við þann raunveruleika og setja bankanum ný markmið sem einhverjar líkur eru á að haldi. Þetta á ekki að gera til þess að gefa eftir í baráttunni við að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þvert á móti. En það gerir illt verra að láta Seðlabankann halda áfram þeirri einu meðalagjöf sem hann ræður yfir og virkar ekki lengur á þá bólgu sem hún á að vinna á. Vaxtaákvörðunardagar Seðlabankans eiga með réttu að vera einhvers konar þyngdarpunktur í heilbrigðisdagatali fjármálamarkaðarins. Í staðinn eru þeir að verða eins og síendurtekinn sirkussýning án viðhlæjenda. Viðskiptabankarnir hafa verið uppteknir við það undanfarin ár að fjármagna hlutabréfakaup, fyrirtækjasamruna og yfirtökur. Þeir hafa lagt minni áherslu á að sinna venjulegum rekstri og innri verðmætasköpun í fyrirtækjunum. Þegar upp er staðið er það þó hún sem skapar þau verðmæti sem að baki hlutabréfunum standa. Nú verða viðskiptabankarnir því að beina kröftum sínum á ný að þessum grundvallarþáttum. Ríkisstjórnin sem í raun ræður för varðandi fjárfestingar sem byggja á orkunýtingu verður að horfast í augu við þá staðreynd að á næstu árum verður þörf fyrir nýja verðmætasköpun á því sviði ef hér á að halda uppi velferðarsamfélagi af sama myndarskap og verið hefur. Það dugar ekki að hlaupa í kringum þann heita graut eins og kötturinn. Allt eru þetta ný efnahagsleg- og fjármálaleg markmið sem þurfa að liggja skýr fyrir ef vel á að vera.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun