Hin þöglu svik Ögmundur Jónasson skrifar 18. janúar 2008 00:01 Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun