Gæti orðið dýrt að halda bréfunum 16. janúar 2008 00:01 „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“ Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
„Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira