Dómarar viðurkenndu mistökin og Haukar hafa kært Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2007 18:22 Leikmenn Fram fagna deildarbikarmeistaratitlinum í gær. Mynd/Arnþór Eftirlitsdómari og annar dómara leiks Fram og Hauka í úrslitum deildabikarkeppninnar hafa viðurkennt að eitt mark Fram var tvískráð í fyrri hálfleik liðanna í gær. Fram vann á endanum leikinn, 30-28, þrátt fyrir að hafa skorað aðeins 29 mörk í leiknum. Mistökin áttu sér stað snemma í leiknum og má áætla að gangur leiksins hefði verið öðruvísi ef rétt staða í leiknum hefði verið uppgefin. Aron Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Hauka og þjálfari liðsins, hefur staðfest við Vísi að Haukar hafi kært úrslit leiksins. Guðjón L. Sigurðsson er formaður dómaranefndar HSÍ og sagði að bæði Ólafur Haraldsson, eftirlitsdómari á leiknum, og annar dómara leiksins hafi hringt í sig í gærkvöldi og sagt frá mistökunum. „Ólafur fór svo aftur í morgun og skoðaði þetta betur. Hann fann villu í skráningu sinni á mörkum fyrri hálfleiks. Þegar Fram skoraði mark í stöðunni 4-4 fór staðan upp í 6-4 en ekki 5-4." „Eftir leikinn bar hann sína skráningu saman við skráningu ritara og tímavörðs og bar þeim saman. Það var einhver vafi á lofti um þetta en þeir gátu ekki fundið úr því á þeim tíma. Þetta er auðvitað algjört klúður." Dómstóll HSÍ mun væntanlega koma saman strax á nýju ári og taka málið fyrir. Haukar munu skila sinni greinagerð og Guðjón á von á því að starfsmenn leiksins verði kallaðir fyrir. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þeir staðfesti það sem áður hefur verið sagt." Guðjón segir að vitanlega sé um mikið áfall að ræða. „Þetta er alveg skelfilegt áfall. Þetta er eitt af því sem getur komið upp en á ekki að koma upp. Það er ekkert við því að segja eða gera. Menn verða bara að bíta í þetta súra epli." Aron sagði í samtali við Vísi að nú væri ekkert annað að gera en að bíða og sjá hvað HSÍ gerir í málinu. „Ég sé samt enga aðra leið en að spila leikinn aftur. Það er ekki hægt að láta úrslitin standa svona enda framkvæmd leiksins ónýt." Íslenski handboltinn Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Eftirlitsdómari og annar dómara leiks Fram og Hauka í úrslitum deildabikarkeppninnar hafa viðurkennt að eitt mark Fram var tvískráð í fyrri hálfleik liðanna í gær. Fram vann á endanum leikinn, 30-28, þrátt fyrir að hafa skorað aðeins 29 mörk í leiknum. Mistökin áttu sér stað snemma í leiknum og má áætla að gangur leiksins hefði verið öðruvísi ef rétt staða í leiknum hefði verið uppgefin. Aron Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Hauka og þjálfari liðsins, hefur staðfest við Vísi að Haukar hafi kært úrslit leiksins. Guðjón L. Sigurðsson er formaður dómaranefndar HSÍ og sagði að bæði Ólafur Haraldsson, eftirlitsdómari á leiknum, og annar dómara leiksins hafi hringt í sig í gærkvöldi og sagt frá mistökunum. „Ólafur fór svo aftur í morgun og skoðaði þetta betur. Hann fann villu í skráningu sinni á mörkum fyrri hálfleiks. Þegar Fram skoraði mark í stöðunni 4-4 fór staðan upp í 6-4 en ekki 5-4." „Eftir leikinn bar hann sína skráningu saman við skráningu ritara og tímavörðs og bar þeim saman. Það var einhver vafi á lofti um þetta en þeir gátu ekki fundið úr því á þeim tíma. Þetta er auðvitað algjört klúður." Dómstóll HSÍ mun væntanlega koma saman strax á nýju ári og taka málið fyrir. Haukar munu skila sinni greinagerð og Guðjón á von á því að starfsmenn leiksins verði kallaðir fyrir. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þeir staðfesti það sem áður hefur verið sagt." Guðjón segir að vitanlega sé um mikið áfall að ræða. „Þetta er alveg skelfilegt áfall. Þetta er eitt af því sem getur komið upp en á ekki að koma upp. Það er ekkert við því að segja eða gera. Menn verða bara að bíta í þetta súra epli." Aron sagði í samtali við Vísi að nú væri ekkert annað að gera en að bíða og sjá hvað HSÍ gerir í málinu. „Ég sé samt enga aðra leið en að spila leikinn aftur. Það er ekki hægt að láta úrslitin standa svona enda framkvæmd leiksins ónýt."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira