Fótbolti

Adriano hlaut ruslatunnuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adriano fékk ruslatunnuna.
Adriano fékk ruslatunnuna.

Adriano hefur fengið gullnu ruslatunnuna fyrir árið 2007. Ruslatunnan hefur verið afhent árlega síðustu fimm ár en hana hlýtur sá leikmaður sem ollið hefur mestum vonbrigðum í efstu deildinni á Ítalíu.

Brasilískír fótboltamenn koma „sterkir" inn þetta árið og höfnuðu í þremur efstu sætunum.

Það var einmitt brasilískur leikmaður sem hlaut ruslatunnuna þegar hún var afhent fyrst, það var Rivaldo árið 2003.

Þetta er annað árið í röð sem Adriano fær gullnu ruslatunnuna.

Hér að neðan má sjá niðurstöðuna í kjörinu í ár:

1. Adriano (Inter) 19.98%

2. Nelson Dida (Milan) 10.86%

3. Ronaldo (Milan) 8.48%

4. Ricardo Oliveira (Real Zaragoza) 6.58%

5. Tiago Mendes (Juventus) 5.99%

6. Antonio Cassano (Sampdoria) 5.89%

7. Luis Jimenez (Inter) 5.52%

8. Diego Tristan (Livorno) 4.68%

9. Francesco Coco (Hættur) 4.51%

10. Alberto Gilardino (Milan) 3.16%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×