Orlando vinnur enn á útivelli 3. desember 2007 09:26 Rashard Lewis hjá Orlando sækir hér að Kobe Bryant í leiknum í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira