NBA í nótt: LeBron meiddist og Cleveland tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2007 09:32 LeBron James var kominn í jakkafötin og með myndarlegar umbúðir á vinstri hendi í seinni hálfleik. Nordic Photos / Getty Images Cleveland átti ekki möguleika gegn Detroit Pistons eftir að LeBron James meiddist í öðrum leikhluta í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Detroit skoraði 30 stigum meira en Cleveland í síðari hálfleik og vann þægilegan sigur, 109-74. LeBron James meiddist þegar hann keyrði upp að körfu Detroit og Nazr Mohammed, leikmaður Detroit, braut á honum. Mohammed ætlaði í boltann en fór illa í vinstri hendi James með þeim afleiðingum að hann tognaði á fingri. James kláraði reyndar fyrri hálfleikinn en varð svo að hætta. Ekki liggur ljóst fyrir nú hversu lengi hann verður frá. Cleveland hafði unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni, nú síðast gegn Bolton Celtics. Richard Hamilton skoraði átján stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince sextán. Þrátt fyrir allt var LeBron stigahæsti leikmaður Cleveland með fimmtán stig. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Yao Ming skoraði 31 stig fyrir Houston sem vann þriðja leik sinn í röð, í þetta sinn gegn Phoenix, 100-94. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig. Toronto vann Memphis, 103-91, en liðið varð fyrir áfalli er Chris Bosh meiddist á nára og varð að hætta í miðjum leik. Andrea Bargnani meiddist einnig er hann marðist á hægra hné. Anthony Parker var stigahæsti leikmaður Toronto með nítján stig. Þá kom Dallas sér aftur á rétta braut eftir þrjá tapleiki í röð og vann Minnesota í nótt, 109-103. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas en stigahæstur hjá Minnesota var Al Jefferson með 31 stig og fjórtán fráköst. Tony Parker skoraði 29 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio sem vann Washington á heimavelli, 109-94. Manu Ginobili bætti við nítján stigum og Tim Duncan sextán. Þá hélt Orlando Magic sigurgöngu sinni áfram með fjórða sigri sínum í röð og alls fjórtánda sigri liðsins í deildinni í vetur með sextán stiga sigri á Seattle, 110-94. Dwight Howard var með 39 stig fyrir Orlando og tók þar að auki sextán fráköst. Þá vann Utah sigur á Philadelphia, 106-95, og Atlanta vann Milwaukee, 96-80. Golden State vann einnig góðan sigur á Sacramento, 109-94, og Indiana vann Portland, 95-89. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Cleveland átti ekki möguleika gegn Detroit Pistons eftir að LeBron James meiddist í öðrum leikhluta í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Detroit skoraði 30 stigum meira en Cleveland í síðari hálfleik og vann þægilegan sigur, 109-74. LeBron James meiddist þegar hann keyrði upp að körfu Detroit og Nazr Mohammed, leikmaður Detroit, braut á honum. Mohammed ætlaði í boltann en fór illa í vinstri hendi James með þeim afleiðingum að hann tognaði á fingri. James kláraði reyndar fyrri hálfleikinn en varð svo að hætta. Ekki liggur ljóst fyrir nú hversu lengi hann verður frá. Cleveland hafði unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni, nú síðast gegn Bolton Celtics. Richard Hamilton skoraði átján stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince sextán. Þrátt fyrir allt var LeBron stigahæsti leikmaður Cleveland með fimmtán stig. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Yao Ming skoraði 31 stig fyrir Houston sem vann þriðja leik sinn í röð, í þetta sinn gegn Phoenix, 100-94. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 29 stig. Toronto vann Memphis, 103-91, en liðið varð fyrir áfalli er Chris Bosh meiddist á nára og varð að hætta í miðjum leik. Andrea Bargnani meiddist einnig er hann marðist á hægra hné. Anthony Parker var stigahæsti leikmaður Toronto með nítján stig. Þá kom Dallas sér aftur á rétta braut eftir þrjá tapleiki í röð og vann Minnesota í nótt, 109-103. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas en stigahæstur hjá Minnesota var Al Jefferson með 31 stig og fjórtán fráköst. Tony Parker skoraði 29 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio sem vann Washington á heimavelli, 109-94. Manu Ginobili bætti við nítján stigum og Tim Duncan sextán. Þá hélt Orlando Magic sigurgöngu sinni áfram með fjórða sigri sínum í röð og alls fjórtánda sigri liðsins í deildinni í vetur með sextán stiga sigri á Seattle, 110-94. Dwight Howard var með 39 stig fyrir Orlando og tók þar að auki sextán fráköst. Þá vann Utah sigur á Philadelphia, 106-95, og Atlanta vann Milwaukee, 96-80. Golden State vann einnig góðan sigur á Sacramento, 109-94, og Indiana vann Portland, 95-89.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira