Góður endasprettur tryggði Liverpool sigur 28. nóvember 2007 21:30 Torres skoraði tvö fyrir Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages Liverpool heldur enn í vonina um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Porto í kvöld þar sem góður endasprettur enska liðsins gerði útslagið. Fernando Torres kom þeim rauðu á bragðið á 19 mínútu en Lisandro jafnaði fyrir portúgalska liðið eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan var því jöfn 1-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja í leikhléi. Í síðari hálfleiknum sótti Liverpool án afláts en náði ekki að skora fyrr en á 78. mínútu og þar var Torres aftur á ferðinni. Steven Gerrard innsiglaði svo sigur heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu og Peter Crouch bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Besiktas skellti Marseille 2-1 á heimavelli í hinum leiknum í A-riðli og þau úrslit þýða að öll liðin hafa möguleika á að fara áfram úr riðlinum fyrir lokaumferðina. Porto er efst með 8 stig, Marseille og Liverpool hafa 7 og Besiktas hefur 6 stig. Staðan er því þannig að Liverpool verður að vinna í Marseille í lokaleik sínum ef Porto vinnur eða nær jafntefli heima gegn Besiktas í sínum leiek. Ef Porto tapar, fer Liverpool áfram með besta árangur liðanna þriggja sem þá yrðu jöfn í öðru til fjórða sæti. Besiktas á enn möguleika á að vinna riðilinn þrátt fyrir að vera með átta mörk í mínus í riðlinum. Í B-riðli vann Chelsea auðveldan 4-0 útisigur á Rosenborg í Noregi þar sem Drogba (2), Alex og Joe Cole voru á skotskónum. Þá skildu Valencia og Schalke jöfn 0-0. Chelsea er komið áfram með 11 stig í riðlinum en Rosenborg er í öðru sæti með 7, Schalke 5 og Valencia aðeins 4. Í C-riðli vann Bremen góðan 3-2 sigur á Real Madrid með mörkum frá Rosenberg, Sonogo og Hunt. Robinho og Nistelrooy skoruðu fyrir Real Madrid. Þá vann Olympiakos góðan 2-1 útisigur á Lazio og er efst í riðlinum ásamt Real með 8 stig. Bremen hefur 6 stig og Lazio 5. Celtic nægir jafntefli í lokaleik sínum gegn Milan á útivelli til að komast í 16-liða úrslitin, en þar hefur Milan að litlu að keppa enda komið áfram. Í C-riðli skildu Benfica og Milan jöfn 1-1 með mörkum frá Pereira og Pirlo í fyrri hálfleik og Celtic vann frækinn sigur á Shakhtar 2-1. Milan er komið áfram úr riðlinum með 10 stig, Celtic hefur 9 stig, Shaktar 6 og Benfica 4. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Liverpool heldur enn í vonina um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Porto í kvöld þar sem góður endasprettur enska liðsins gerði útslagið. Fernando Torres kom þeim rauðu á bragðið á 19 mínútu en Lisandro jafnaði fyrir portúgalska liðið eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan var því jöfn 1-1 þegar liðin gegnu til búningsherbergja í leikhléi. Í síðari hálfleiknum sótti Liverpool án afláts en náði ekki að skora fyrr en á 78. mínútu og þar var Torres aftur á ferðinni. Steven Gerrard innsiglaði svo sigur heimamanna með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu og Peter Crouch bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Besiktas skellti Marseille 2-1 á heimavelli í hinum leiknum í A-riðli og þau úrslit þýða að öll liðin hafa möguleika á að fara áfram úr riðlinum fyrir lokaumferðina. Porto er efst með 8 stig, Marseille og Liverpool hafa 7 og Besiktas hefur 6 stig. Staðan er því þannig að Liverpool verður að vinna í Marseille í lokaleik sínum ef Porto vinnur eða nær jafntefli heima gegn Besiktas í sínum leiek. Ef Porto tapar, fer Liverpool áfram með besta árangur liðanna þriggja sem þá yrðu jöfn í öðru til fjórða sæti. Besiktas á enn möguleika á að vinna riðilinn þrátt fyrir að vera með átta mörk í mínus í riðlinum. Í B-riðli vann Chelsea auðveldan 4-0 útisigur á Rosenborg í Noregi þar sem Drogba (2), Alex og Joe Cole voru á skotskónum. Þá skildu Valencia og Schalke jöfn 0-0. Chelsea er komið áfram með 11 stig í riðlinum en Rosenborg er í öðru sæti með 7, Schalke 5 og Valencia aðeins 4. Í C-riðli vann Bremen góðan 3-2 sigur á Real Madrid með mörkum frá Rosenberg, Sonogo og Hunt. Robinho og Nistelrooy skoruðu fyrir Real Madrid. Þá vann Olympiakos góðan 2-1 útisigur á Lazio og er efst í riðlinum ásamt Real með 8 stig. Bremen hefur 6 stig og Lazio 5. Celtic nægir jafntefli í lokaleik sínum gegn Milan á útivelli til að komast í 16-liða úrslitin, en þar hefur Milan að litlu að keppa enda komið áfram. Í C-riðli skildu Benfica og Milan jöfn 1-1 með mörkum frá Pereira og Pirlo í fyrri hálfleik og Celtic vann frækinn sigur á Shakhtar 2-1. Milan er komið áfram úr riðlinum með 10 stig, Celtic hefur 9 stig, Shaktar 6 og Benfica 4.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira