Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2007 10:12 Hvelfingin helga. Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum. Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum.
Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira